Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 112
112
klöppunum, eins nærri snjónum og orðið gat. Fönguð-
ur var r 5 vetra garnall, stórvaxinn, grár loðselur, nærri
því fextur um herðar, og með langar, illúðlegar hunds-
tennur. Þegar hann reis upp á framhreifana, var hann á
hæð rneir en 4 fet yfir jörð, og hefði nokkur gerst svo
djarfur að vega hann, þá var þungi hans nærri því 700
pund. Hann var allur með örum eftir grimmar orustur,
en alt af var hann þó til í eina enn. Hann lagði undir
flatt, rétt eins og hann þyrði ekki að horfa framan i ó-
vin sinn; því næst skaut hann fram hausnum svo skjótt
sem ör flygi; og þegar stóru tennurnar voru settar fast
og vel í svírann á hinum selnum, gat sá hinn sami
freistað, hvort hann mætti burtu komast, en það var
ekki hætt við að Fönguður mundi hjálpa honum til þess.
Fönguður elti samt aldrei sel, er hann hafði barið á,
því að það var á móti fjörulögunum. Hann var einung-
is að rýma til við sjóinn fyrir fjölskyldu sína. En þar
eð 40—50,000 selir voru þarna að berjast til hins sama
á hverju vori, var vælið, gaulið, öskrið og blásturinn í
fjörunni beinlínis ógurlegur.
Af lítilli hæð, sem nefndist Hutchinsonshóll, mátti
sjá yfir hálfa fjórðu vallarmílu (enska), sem þakin var af
selum í bardaga; og brimgarðurinn var allur dílóttur af
selshausum, er stefndu hraðan til lands til að taka þátt x
bardaganum. Þeir börðust í bárunum, þeir börðust á
sandinum og þeir börðust á núnum og hálurn blágrýtis-
klöppum sellátranna. Því að þeir voru rétt eins heimsk-
ir og ógegnir eins og menn. Konur þeirra komu aldrei
til eyjanna fyr en seint í maí eða snemma í júnimánuði,
þvi að þeim lék ekki hugur á að verða fyrir meiðingum.
En ungu selirnir, 2—^4 vetra gamlir, sem ekki hugðu á
hjúskap enn, fóru um fylkingar ófriðarseggjanna, hér um
bil 'l» mílu inn í landið, léku sér um sandöldurnar i