Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 14
eru á blökuröndunum eða yfirborði hennar, en frá vængj-
um blaðstöngulsins ganga fáeinir mjóir þræðir, er ná fram
fyrir blökuna; getum vér likt henni við kögur. Blökurn-
ar eru oftast lokaðar; þær opnast ekki nema þegar hitinn
í vatninu er 30—370. Veiðir þvi jurtin eingöngu í slík-
um hita. Þegar smá vatnsdýr snerta efra borð blök-
unnar, lykst hún utan um það og meitir það; og fer
það alt fram á líkan hátt og í blöðum hremmiblökutinar.
Melting kögurblökunnar er mjög hægfara, getur
bráðin lengi lifað í gildrum hennar. Eru dærni þess, að
dýr hafa fundist með góðu lífi eftir 6 daga veru
þar inni.
Það eru einkum örsmáir vatnskrabbar og kisilolgur
(Diatomæ), er verða jurtinni að bráð.
4. Döggblöðungskynið (Drosophyllum). Til þessa
kyns er einungis ein jurt nefnd, það er döggblakan (Droso-
phyllum lusitanicum); nún er mjög frábrugðin jurtum
þeim, sem taldar hafa verið, veiðarfæri hennar eru óbrotn-
ari og ófullkomnari; heimkynni hennar er Marokko og
Portugal, hún vex í þurrum og sendnum jarðvegi.
Döggblöðungurinn er fremur lítil jurt. Stönglarnir
eru blaðfáir; blöðin sitja flest í stofnhvirfingum, þau eru
löng og mjó; jurtin er öll meir eða minna rauðleit.
Stöngullinn og blöðin eru kirtilhærð, úr hárkirtlunum
smitar límvökvi, er loðir í dropum á hárunum, svo að
jurtin sýnist döggvuð. Þegar skordýr lenda í vökva þess-
um, verða þau þar föst; meltast þau svo og verða jurt-
inni að næringu.
Döggblöðungurinn er ötul veiðijurt; blöðin eru oft
þétt skipuð smáflugum. Kveðst Darwin þannig einu
sinni hafa taiið 48 dýr á einum fjórum blöðum. Þar
sem jurt þessi vex, taka menn hana tíðum og festa hana
upp í húsum inni, til þess að eyða flugum, er hafast við
í híbýlum þeirra og kemur það að góðu haldi.