Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 147
M7
menn, fyrst eftir að siglingar til Grænlands tókust að
nýju (nálægt 1600), að eystri bygðin hefði hlotið að vera
á austurströnd landsins; en nú er fullsannað, að þessu er
eigi þannig farið, enda liggur hafís alla jafna við austur-
ströndiua, og hefir »eystri bygð« verið syðst (og austast)
á vesturströndinni, en »vestri bygð« lengra til norðurs
og vesturs, og óbygðir á milli. Sumir ætla, að tala hinna
fornu Grænlendinga hafi verið 10,000 (Al. Bugge), en
próf. Finnur Jónsson (Grænlendinga saga 3—4 bls.) held-
ur, að þar hafi ekki verið fleira fólk, þá er flest var, en
2-—3 þúsund.
Það er aðdáanlegt, hversu vel Grænlendingarir fornu
börðust fyrir lífi sinu, og hversu Utt þeir létu bugast af
óblíðu náttúrunnar, heldur sýndu mikinn manndóm í
mörgum greinum, settu lög og landsstjórn, kirkjur, bisk-
upsstól og klaustur, líkt og var á íslandi, og stunduðu
sagnalist ogskáldskap. Tvö af Eddukvæðunum, Atlakviða
og Atlamál, eru kend við Grænland, og er tvímælalaust,
að Altlamál sé ort þar.' Nokkur visuorð eru til af
»Norðrsetudrápu«, er lýsir veiðiförum til nyrzta hluta
vesturstrandarinnar, og hljóða þau um storma og sjávar-
rót (»Tóku fyrst til fjúka | Fornjóts synir ljótir | [skófu
hátt of húfa] Hlés dættr, á við blésu«. »Þá er elreifar
ófu | Ægis dættr og tættu | falls við frost of alnar [
fjallgarðs rokur harðar«).
í Konungs-skuggsjá, sem rituð er í Noregi á ofan-
verðum dögum Hákonar gamla (um 1250—60), er allná-
kvæm lýsing á Grænlandi í fornöld, lifnaðarháttum íbú-
1) Hafgerðingadrápu er eigi hægt að kalla grænlenzkt
kvæði, því að hana orti »suðreyskur maðr kristinn« (Lnd.
II. 14), er var á skipi með Herjúlfi Bárðarsyni, er hann flutt-
ist til Grænlands (986).
10*