Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 165
:6j
komið út 1886. Það er 835 blaðsíður og nær yfir staf-
ina A—Hj. En nú fór að ganga seinna. Annað bindið
var eigi komið út fyr en 1891. Það er 960 blaðsíður
og nær yfir H1—P. Fritzner var þá kominn á hið 80.
aldursár, og fór nú að finna þunga ellinnar leggjast á sig.
Honum fór að verða erfiðara að skrifa, svo að hann varð
að taka mann til aðstoðar sér, fyrst einn, en síðar tvo,
til að búa handritið undir prentun, og einkum til þess,
að athuga tilvísanirnar og leiðrétta þær. Nú fór Fritzn-
er einnig að verða heyrnarsljór. Hann hætti þá að sækja
fundi i Visindafélaginu; en þangað hafði hann iðulega
komið, hlýtt þar með athygli á umræður manna, og
stundum tekið þar til mals sjálfur. Að orðabókinni vann
hann sífelt af mesta kappi, þótt hann sæi, að hann
mundi varla fá henni lokið. 1892 og fyrri helming árs-
ins 1893 komu enn út 4 hefti af bókinni, og voru nú
komin út 23 hefti og byrjað að prenta 24. heftið. Þá
varð Fritzner skyndilega þess var, að honum fór að bregð-
ast minni. Það var í ágústmánuði 1893- Hann sá þá,
að hann varð að hætta við orðabókina, og ætiaði sjálfur,
að líf sitt mundi innan skamms á enda, þótt hann enn
væri heilsugóður. Hann leitaði þá til Sophusar Bugge,
háskólakennara, og bað hann, ásamt háskólakennurunum
Rygh og Gustav Storm, að sjá um, að sá maður yrði til
þess fenginn, að koma því út, er eftir væri af orðabók-
inni, sein fær væri um, að leysa það starf vel af hendi.
Var þá til þess fengirm Unger háskólakennari, og var
eigi hægt að fá betri rnann til þess starfa. Því að Ung-
er var manna kunnugastur um sanming orðabókarinnar
frá upphafi og hafði stutt og styrkt Fritzner með ráðiog
dáð. Koni nú út 24. heftið í nóvembermánuði; en það
fekk Fritzner eigi augum að líta, því að svo var sem
hann grunaði, að hann átti skamt eftir ólifað. Fritzner
átti bókasafn mikið, og var um haustið að raða bókunum