Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 124
124
á lífi enn, mun hún geta sagt þér það«. »Hvernig á eg
að fara að þekkja sækúna?« sagði Kotick og snerist til
burtferðar.
»Það er eina skepna í sjó, sem er ófríðari en Sæ-
forni« gargaði svartbakur einn og vatt sér rétt um gran-
irnar á Sæforna, »sem er ófríðari og kann sig ver!
Starítt«.'
Kotick synti aftur til Novastoshna og lét mávana
garga eina. Þar fann hann að enginn var honum sam-
huga, er hann smátt og smátt gerði sér far um að finna
selunum óhnllan stað. Þeir sögðu honum að mennirnir
hefðu ávalt rekið burt yngisselina — það væri nú þáttur
í þeirra starfi — og að ef honum félli ekki að sjá það,
sem ljótt væri, þá hefði hann ekki átt að fara til blóo-
vallarins. En enginn af hinum selunum hafði horft á
drápið og það gerði muninn, sem var á honum og vin-
um hans. Auk þess var Kotick hvítur selur.
»Það sem þér ber að gera« mælti Fönguður gamli,
þá er sonur hans hafði sagt honum sínar farir eigi slétt-
ar, »það er að vaxa og verða stór selur eins og faðir
þinn, og eiga þér látur í fjörunni; þá munu þeir láta þig
í friði. Eftir fimm ár ættirðu að geta barist til konu.
Jafnvel móðir hans, hin góðlynda Matka, sagði: »Þú verð-
ur aldrei fær um að gera enda á drápunum. Earðu og
leiktu þér í sjónum, Kotick«. Og Kotick sneri burt og
dansaði elddansinn i mjög þungu skapi.
Það haust yfirgaf hann fjöruna eins fljótt og hann
gat og lagði á stað einsamall sakir þess sem honum var
i huga. Hann ætlaði að finna sækú, et nokkur slík
skepna væri til í sjó, og hann ætlaði að finna rólega
eyju með góðum, hörðum fjörum, þar sem selir gætu
hafst við og engir menn komist að þeim. Þess vegna
1) Líkt eftir mávagargi; sbr. orðið kría. Þýð.