Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 82
82
þeim, sem tvær tungur koma saman, mál það, sem
talað er í nágrannafylkinu, t. a. m. í Basel, frakknesku.
í alþýðuskólunum hinum æðri, sem jafnframt eiga að
vera undirbúningsskólar undir æðri menntun, eru kenndar
margar hinar sömu greinar sem í lægri skólunum, en
ítarlegar: Að tala og rita móðurmálið, eitt eða tvö liiandi
mál, stærðfræði, bókfærsla, saga, landafræði, stjórnarskrá
landsins og helztu atriði löggjafarinnar, náttúrufræði, söng-
ur, dráttlist, skrautritun, leikfimi. Sumstaðar eru kennd-
ar fleiri greinir, sem eru ýmist skyldugreinir: smíðar,
handavinna, garðyrkja, hússtjórnarfræði og uppeldisíræði;
eða þá kjörfrjálsar greinir: fleiri lifandi mál, frumgreinir
forntungnanna, undirstöðuatriði efna- og eðlisfræði, fri-
hendisdráttlist, heilsufræði, búnaðarfræði, kvenlegar hann-
yrðir, hljóðfæralist og vopnaburður. I öllum hjeruðum
landsins er kennslan kauplaus í hinum lægri alþýðuskól-
um; í sumum fylkjum er hún einnig ókeypis í æðri al-
þýðuskólunum og lærisveinar fá þar að auki bækur, papp-
ír og blek ókeypis. Auk alþýðuskólanna er á Svisslandi
mesti sægur af alls konar öðrum skólum; þar eru margir
iðnaðar- og smíðaskólar, atvinnu- og verzlunarskólar, bún-
aðar- og gagnfræðaskólar, listaskólar, kennaraskólar, loks
latmuskólar og 6 háskólar í borgunum Ziirich, Basel, Bern,
Lausanne og Freiburg. Fjöllistaskóla eiga Svisslendingar
einn í Zúrich, sem stofnaður var með fjárframlögum frá
öllum fylkjunum; er hann talinn einn af beztu skólum í
Evrópu af því tagi og sækja hann lærisveinar úr öllurn
heimsálfum. Skóli þessi á góð söfn, sem annars eru fá-
tíð á Svisslandi. Þeim, sem vildu kynna sjer rækilega
skólamál á Svisslandi, skal eg benda benda á rit, sem var
gefið út vegna sýningarinnar í Chicago 1093 og heitir:
»Das Schweizerische Schulwesen«. Eins og nærri má
geta, eru skólar þessir æði kostnaðarsamir; árið 1890
vörðu Svisslendingar 20 millíónum franka til hinna lægri