Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 76
76
fjelög þar í landi í sameiningu út ferðabrjef fyrir þá, sem
vilja ferðast um landið. Voru brjef þessi mun ódýrari
og hagkvæmari ferðamönnum en þau, sem áður höfðu
tiðkazt, og því mikið keypt. Þriðja farrúms ferðabrjef,
sem gildir 14 daga og heimilar kaupanda að ferðast á
öllum járnbrautum á Svisslandi að undanskildum hinum
erviðari og brattari fjallabrautum, kostar að eins 30 franka;
vilji menn fara sjóveg yfir vötnin, heimilar brjefið
mönnum 23 — 5o°/o afslátt á fargjaldinu.
Því verður ekki neitað, að ferðamannaaðsóknin hefur
ýmsar miður hollar afleiðingar á lífernisháttu og hugar-
far landsmanna. Eins og eðlilegt er, ber mest á því í
hjeruðum þeim, sem fjölsóttust eru. Þannig hefir kvik-
fjárræktinni hnignað töluvert í ýmsum hjeruðum í Ölp-
unum, þar sem ferðamaunaerillinn er hvað mestur. Þar,
sem áður bjuggu velmegandi og dugandi fjárbændur, ris
nú hvert gistihúsið á fætur öðru, og í stað hversdags-
klæddra og starfandi bænda, gefur þar að lita uppstrokna
og brosandi gestgjafa og tindilfætta og stimamjúka þjóna,
sem þykja hvergi neinir sjerlegir þarfagripir. Margir
hinna betri manna þar í landi telja þetta apturför og víða
bólar á þeirri skoðun, að betra sje af sjálfs sín búi að
taka en varpa áhyggjum sínum upp á ferðamenn og
pvngjur þeirra. Viða bryddir og á þeim hugsunarhætti,
að ferðamenn sjeu nokkurs konar guðsgjöf, sem ungir
menn og gamlir eigi að hagnýta sjer sem bezt má verða.
Gestgjafar selja útlendingum gisting og beina við dýrara
verði en þarlendum mönnum. Sumstaðar er jaínvel
þrenns konar verð á beina og gistingu. Mest verða Eng-
lendingar að borga fyrir sig; þar næst Þjóðverjar; að bezt-
um kjörum komast þarlendir menn. Heyrt hef eg, að
gestgjafar í Engadin hefðu fems konar vöruverð; en eng-
ar veit eg sönnur á því. A sumum fjallabrautum eru
seldir tvenns konar farmiðar; eru hinir ódýrari einungis