Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 152
en um haustið. Þá höfðu þeir hafst við í óbygðum
full 4 ár.* 1 *
Frásagan um ferðir þeirra félaga suður með austur-
strönd Grænlands er einhver hin hugnæmasta ferðasaga
frá fornöld (þótt hún sé nokkuð ýkt). Þar höfum vér
hina fyrstu lýsingu á vetrarsetu í Norðuríshafi við allar
ógnir heimskautsnæturinnar. Það má furðu gegna, hvílíkt
hugrekki Þorgils sýnir, og hvernig honum tekst að ráða
fram úr öllum vandræðum, og stendur hann í þeirri
grein ekkert á baki frægum norðurförum á seinni öldum.
Merkilegt er það til dæmis, að honum skyldi koma tii
hugar að gjöra sér húðkeip, þegar þrælarnir höfðu strok-
ið burt með skipsbátinn.
Smámsaman þokaði landafundum á austurströndinni
áfram, og þótt hún yrði aldrei eins vel könnuð og vest-
urströndin, þá þektu fornmenn ýmsir hinar helztu stöðv-
ar og glöggustu kennileiti þar um slóðir; fyrst og fremst
jökul þann, er »Hvítserkr« var kallaður; lá hann næst
bygð, þar sem landið beygist til norðuráttar, og heitir
þar nú Kap Farvel á suðurodda Grænlands. Norðar (og
austar) var »Hafhverfi«, og er því lýst sem hættulegri
hringiðu í sjónum. Þar er nú kallað Puirsortok (nálægt
62° n. br.) og hræðast sjófarendur þann stað enn i dag.
Fjórtán daga voru menn að sigla frá bygðinni til »Blá-
serks« eða »Miðjökuls«, sem ætla má að sé hár, snjólaus
jökull, er Graah sá árið 1830 (64° 18' n. br.). Enn
norðar voru Finnsbúðir og Krosseyjar (liklega við Scores-
bysund, norðan við 700 n. br.)8 og þar fyrir norðan
1) Þrælarnir höfðu haldið til bygða á undan Þorgilsi;
komu þeir síðar á Vald hans og seldi hann þá aftur í þræl-
dóm, en drap brytann, sem átti að gæta Þóreyjar.
1) Sjá ísl. Ann. við árið 1189 (Storins útg. IV (C.)
120 bls.: »Ásmundr kostandrazi kom af Grænlandi ór Cross-