Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 39
39
lík lýsingum Friðriks. í nóvember i 94 sást hjá Eyrar-
bakka, hjá Eyri og Skúmsstöðum, ferfætt skrimsli, hábein-
ótt, selhært. Það hafði annaðhvort hundshöfuð eða hara')-
höfuð að sjá, en eyrun voru stór, eins og illeppur, og
lágu aftur á hrygginn. Búkurinn var sem folaldskroppur,
en nokkru sneggri. Hvít gjörð var yfir um skrimsli
þetta hjá bógunum, en annars Var það grátt að lit eða
móalótt að aftan. Rófan var löng, og stór kleppur á
endanum, svipað og á ljónshala. Skrimsli þetta var frátt
á fæti eins og hundur, og sást á kvöldin8). 1603 sást
skrimsli þetta aftur, og gekk þá víðs vegar íim sveitina1 2 3).
Skritnsli í Stagley. Maður hét Kláus og var Olafsson.
Hann reri hjá formanni þeim í Stagley, er Guðmundur
hét Jónsson, og var kallaður lókátur, en Jón faðir hans
var kallaður biskup. Þetta var nálægt árinu 1770. Einu
sinni fór Guðmundur til Flateyjar, og skildi Kláus eftir
einan við hjalla niður, þvi þar var búð þeirra. Kláus
svaf einn í búðinni. Um nóttina heyrðist honum, sem
eitthvað hringlaði við úti, en þar næst var hurðin knúin,
og brotist á hana, svo að hún brotnaði upp; kom þá inn
kind ein allmikil og ókennileg. Kláus varð hræddur, en
lá samt kyr. Hann greip sax eitt, og ætlaði að reka það
í skrimslið, ef það færi að honum, en það sneri út aftur,
og hvarf í sjóinn. Kláus sagði, að sér hefði sýnst eins
og sílt væri neðan í skrimslið, og svo var það stórt, að
það tók upp í rjáfur á búðinni. Sjópollur var eftir á
búðargólfinu, þar sem skrimslið hafði staðið. Kláus
var maður réttorður, og sagði hann Ingimundi hrepp-
1) = héra-
2) Eftir handriti Magnúsar sýslumanns Magnússonar í
ísafjarðars/slu í hndrs. Á. M. 407, 4to, 350 bl. Sbr. Ár-
bækur Espólíns V, bls. 78.
3) Eftir annál Gísla biskups Oddssonar.