Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 140
140
smiðalistarinnar (er sjá má á víkingaskipinu frá Gokstað,
sem eftirmynd er til af í Forngripasafninu í Reykjavík)
eiga Norðmenn að þakka hinar miklu landaleitir sínar á
10. og 11. öld.
Eins og alkunnugt er, fundu norrænir menn Island,
Grænland og meginland Ameríku. En hitt mun eigi vera
jafn-kunnugt, að forfeður vorir hafa siglt um heimskauts-
höfin, og slagað þar hátt upp í landkönnuði vorra tíma
(19. aldar). Þessar fornu landaleitir snerta að sumu leyti
Norðuríshafið fyrir norðan Noreg og Rússland, en að
sumu leyti staía þær frá Grænlandi. Hinn fyrsti land-
könnuður, er vér vitum til að siglt hafi um Norðuríshaf-
ið, er Ottarr hinn háleygski, sem uppi var á dögum Har-
alds hárfagra, og hefir, ef til vill, flúið fyrir ofríki hans
til Englands, þvi að vér vitum að hann gekk á hönd Elf-
ráði hinum ríka, Englakonungi (Alfred 871—901) og
sagði honum af Bjarmalandsferð sinni, en Elfráður setti
frásögu hans inn í þýðingu sina á landalýsingu rómverska
sagnritarans Orosiusar.
Ottarr átti heima »nyrzt allra Norðmanna« (0: í Mal-
angri eða þar í grend, því að þar fyrir norðan bjuggu
engir aðrir en Lappar á miðöldunum). Hann fór þessa
ferð bæði af fróðleiksfýsn og til að leita rostunga, og
sigldi norður fyrir Noreg; fann hann þá norðurodda
eigi só sáS til. Landnám Vínlands mishepnaðist, en þó hafa
Grænlendingar löngu seinna sótt vestur þangað. 1121 »fór
Eiríkr byskup af Grænlandi at leita Vínlands«, ísl. Ann. (C.),
Storms útg. 112. bls., tbr. (P.) 320 bls.: »Eirekr Grænleud-
iuga byskup leitaði Vínlands«, — 1347 er þess getið, að skip
koin til íslands af Grænlandi (ísl. Ann. (D.) 213. bls.): »þar
voru á XVI (áttión (A) 403. bls.) menn ok höfðu farit til
Marklands (»sótt til M.« 403. bls.), en síð'an vorðit hingat
Uafreka«.