Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 62
62
Krists burð köstuðu Rómverjar eign sinni á landið og
stofnuðu þar margar nýlendur. Þeir kenndu þarlendum
mönnum vínyrkju og aldinrækt, störfuðu allmikið að
vegagerð, reistu borgir og hafa látið eptir sig margar og
miklar menjar í Graubunden og víðar. Mörg borgaheiti
þar í landi eru rómversk að uppruna, t. a. m. Genf (Ge-
neva), Ziirich (Turicum) o. fl. Þar hafa og fundizt í jörðu
miklar og merkilegar vopnaleifar, peningar, steinlíkneski,
legsteinar, áletranir, tíglagólf og margt annað, sem ber
vott urn mikil og rík menningaráhrif af hálfu Rómverja.
í Bárlisgryfju hjáWindisch fundust fyrir skemmstu merki-
legar rústir af rómversku pallaleikhúsi, og i Avenches við
Murtnervatn, þar sem Aventicum, höfuðborg Helvetiu,
stóð í fornöld, er allgott safn af rómverskum fornmenj-
um, sem hafa fundizt þar í jörðu. Um 400 árum eptir
Kr. brauzt germanskur þjóðflokkur, er nefndust Alemann-
ar, inn á Svissland, og lagði undir sig norður- og austur-
hluta landsins. Þeir fóru, eins og Germönum var þá títt,
yfir landið með báli og brandi; mörg blómleg lönd lögð-
ust algerlega t eyði og hin rómverska menning, sem var
þar fyrir, hvarf því nær alveg. Hið eina, sem nú á dög-
um ber vott um komu Alemanna til Svisslands og dvöl
þeirra þar, er mállýzka sú, er þýzkumælandi Svisslending-
ar tala þann dag í dag. Hefir hún varðveitt margar forn-
ar orðmyndir og forn orðatiltæki, sem ekki eru til í öðr-
um þýzkum mállýzkum. í Vestur-Sviss tóku Burgundar
sjer bólfestu hjer um bil 450. Þeir voru kristnir og
miklu næmari fyrir rómverskum menningaráhrifum en
Alemannar; leið ekki á löngu, áður en þeir tóku upp
bændamál Rómverja; en þessi mállýzka var, þegar stund-
ir liðu fram, borin ofurliði af systurtungu hennar, frakk-
neskunni, og má heita. að hún sje nú hjer um bil liðin
undir lok.
í byrjun y. aldar komu írskir kristniboðar til Sviss-