Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 108
io8
sumir rita eftirfarandi aðal-nafn sitt stórum upphafsstaf,
aðrir smáum, en allir rita forskeytið áfast næsta orði, ekki í
tveim orðum nafnið; t. d., Macauley, MacClellan, McLean,
M’Donnell. Þar skal fylgja rithætti höfundar sjálfs, en
raða eins og öll nöfnin væru rituð fullum stöfum. í
öðrum málnm er forsetningum slept.
4. St. er skammstöfun i ensku og frönsku fyrir
Saint; t. d. St. John, St. Simon. Skrifa skal þar eins og
höf. rita, en raða eins og skrifað væri fullum stöfum.
5. Sam-höfundar. Sé fleiri en einn höfundur að
bók, skal rita fyrst þess nafn, er fremur er á titilblaði,
en rita einnig höfundmiða undir hinu uafninu (eða nöfn-
unum) og vísa til hins fyrsta. Dæmi:
Stephensen, M. & Sveinbjörnson, L. E.'
Lögfræðileg formálabók. Rvk 1886.
Þessi miði kemur i 5-in undir St...; en:
Sveinbjórnson, L. E. & Stephenscn, M., sjá:
Stephensen, M.
Þessi tilvísunar-miði kernur í S-in undir Sv...
Af því að bók þessi er kunnust almenningi undir
nafninu: Formáiabókin, er réttast að hún fái og tilvísun-
ar-titilmiða, þannig:
Formálabókin, sjá:
Stephensen, M. & Sveinbjörnson, L. E.
Sá tilvisunar-miði kemur í F-in.
6. Gervi-nöfn. Rétt er að rita sanna nafn höf-
undar á skrá, þótt bókin hafi komið út undir gervi-
nafni. T. d.
Stefánsson, Jón,
Ofan úr sveitum. Rvik 1892.
En vísa svo frá gervi-nafninu til réttnefnisifls. T. d."
Gjallandi, Þórgils. — Sjá: Stefánsson, Jón.
Viti maður með vissu, að höfundarnafn sé gervi-