Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 31
31
ar það berlega, að menn hafa haldið að kind væri skrimsl.
Fyrir nokkrum árum gekk maður til fjár frá Gásum við
Eyjafjörð um kvöldtíma, og ætlaði að láta það inn.
Logndrifa var, og veður fremur ískyggilegt. Þegar féð
var komið inn, taldi maðurinn það, og vantaði þá á eina
grákollótta. Maðurinn fór að leita að Grákollu, og gekk
fram með sjónum, en alt i einu heyrirhann, að eitthvað
kemur á eftir honum, og glamrar í. Manninum kemur
tii hugar, að þetta muni vera sjóarskrimsl, og tekur
hann að hvetja sporið, en þetta veitti honum alt af eft-
irför. Loksins keinur maðurinn að sjóbúð, og hleypur
inn í hana, og spelkar hurðina að innan. Skömmu
seinna hevrir hann, að högg mikið er rekið á búðar-
dyrnar, og verður hann nú hræddur mjög. Hann ber á
hurðina alt, sem lauslegt var í búðinni, og veitti ekki af
því, því hvert höggið rak annað á hurðina. Maðurinn
þorði ekki fyrir neinn mun að fara út úr búðinni, og
haíðist hann þar við um nóttina. Höggin héldu áfram
frarn eftir nóttinni, en seinast hættu þau. Um morgun-
inn þorði maðurinn varla að opna búðina, því hann
hugði, að skrimslið kynni að bíða sín úti fyrir, þótt það
gerði ekki vart við sig, en þó herti hann loks upp hug-
ann, og opnaði hurðina með hálfum huga. Hann sá ekk-
ert skrimsl, en norðanhríð hafði brostið á um nóttina
með frosti miklu. Maðurinn fór nú út úr búðinni, og
varð ekki var við neinar menjar eftir skrimslið, en Grá-
kolia lá úti fyrir búðinni, og haíði maðurinn heytt til
hennar um kvöldið og nóttina.1
Njarðvíkurskrimslið hefir verið hestur, ef annars
nokkur fótur er fyrir sögnnni, og Skálanesskrimslið hef-
1) Eftir sögn Stefáns kennara Stefánssonar á Möðru-
völlum 1899, en hann hafði eftir sögn Friðriks Guðjónsson-
ar, sem nú er barnakennari í Alftafirði vestra.