Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 50
þeir eru víðáttumeiri en Júralandið og Meðallandið til
samans eða því nær 7/io hlutar af flatarstærð alls landsins.
Háalparnir taka þó ekki við, þar sem Meðallandinu slepp-
ir, en skrúðgræn og skógi vaxin fjalladrög með frjósöm-
um dölum rísa á milli þeirra; nefnum vjer hjerað þetta
Lág-Alpa; Þióðverjar kalla það Voralpen. Þeir eru að
meðaltali iooo—1300 m.; þó eru stöku tindar fram und-
ir 2500 m. Lág-Alparnir eru einkar fagurt og frjósamt
hjerað; fer þar saman flest það er augað girnist: skrúð-
grænir fjallhagar og skógi girtar afrjettir; íðgrænar fjallahlíð-
ar, þar sem byggðin gengur í skjóli skóganna upp eptir
öllum hlíðum; snarbrattir hnúkar og höfðar, vaxnir skógi
og grasi, sem ganga fram í vötnin, er girða norðurbrún
Lág-Alpanna eins og glitrandi perluband. Vierwald-
státtervatnið er þjóðkunnast af öllum vötnunum; dregur
það nafn af hinum fornu ,Waldstátten‘ (skógarhjeruðum)r
Uri, Schwiz, Luzern og Unterwalden, er ganga niður að
vatninu. Að fegurð ber vatn þetta af öllum vötnum á
Svisslandi, sem eg hefi sjeð; það er og sagnauðgara en
nokkurt annað vatn eða hjerað þar í landi sbr. Tellsagn-
irnar og sjónleik Schillers: Wilhelm Tell. Það er ekki
ýkjamikið, 113 □ km., en ákaflega langt í samanburði
við breidd þess. Það kvíslast í margar álmur og er ílög-
un einna líkast hinum gríska bókstaf yj hafa fjöll þau,
sem ganga fram í vatnið, ráðið lögun þess. Sighngu um
vatnið málíkja við mikið og fjölbreytt hringsýni, þar sem
nýjar og nýjar myndir og fjölbreytta náttúrufegurð ber
fyrir sjónir manna. I kring um norðurhluta vatnsins er
hjeraðið hýrt og unaðslegt, íðgrænir, skógi vaxnir hálsar
og broshýrar ekrur og engjar; fram með miðju vatninu
verður sveitin þegjandalegri og alvarlegri ásýndum; loks
er suðurhluti þess, sem nefnist Urnervatn, girtur háúm
og hrikalegum fjöllum, sem ganga sumstaðar snarbrött
út í vatnið. A sumrum fara 14 stærri og smærri