Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 41
41
af henni börðin, svo að hún varð undan að láta.1 Resen
nefnir skötumóður í Islandslýsingu sinni, svo auðséð er,
að trúin á ferliki þetta hefir verið til á 17. öld. Flyðru-
móðir er samkyns skrimsii og þau tvö, er seinast hefir
verið getið um, að því undanskildu, að hún hefst þar við,
sem mikið er af flyðrum. Hún er voðalega stór og hef-
ir tvisvar orðið vart við hana á fyrra hluta þessarar ald-
ar, svo eg viti.2 3
Oll þau sjóarskrimsli, sem getið hefir verið um,
hafa birzt mönnum í vöku; en ein saga er til um það,
að sjóarskrimsli hafi átt við mann í draumi, og læt eg
mér nægja að vísa til hennar,8 þótt hún sé alleinkenni-
leg, því maðurinn sá, þegar hann vaknaði, að það hafði
verið eitthvað meira en draumur, er fyrir hann hafði
borið.
Af sögum þeim, sem hafa verið tíndar til, og öðr-
um sögum um skrimsli, sem eg hefi fyrir mér, má ráða,
hvernig menn hafa hugsað sér skrimslin og hugsa sér
þau enn í dag. Aðalheimkynni þeirra er í sjónum, en
oft ganga þau á land, og eru þá fljót á fæti og fim að
klifra. Þau eru römm að afli, og eiga t. d. auðvelt með
að brjóta upp mjög sterkar hurðir.4 Sjóarskrimsli hafa
oft veitt mönnum eftirför, og hafa menn stundum átt
fótum síríum fjör að launa, en stundum hafa skrimsliii
aftur náð mönnum, og er þá tvent til, að þau hafa ban-
að mönnum, eða að menn hafa komist undan þeim við
1) Eftir Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 634 og handriti
Gísla Konráðssyni í lindrs. Á. M. 276, 8vo.
2) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 635, og Þjóðs. og munn-
mæli 1899, bls. 420.
3) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 141.
4) T. d. Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 282.