Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 100
100
Fjórða hvert þverstryk er feitt, og sýnir áramót. Fyrir
mánaðarrit má stryka á sama hátt, en þar nægir lina ár-
gangi.
Auðvitað er betra að hafa spj'óld t stað tímarita-bókar;
þau fást keypt með áprentuðum strykum.
Merking.
Undir eins og rít eða bók er innfært í aðfangabók,
skal ákveða, í hverjum flokki (deild og grein) bókin eigi
heirna. A stórum söfnum er flokkunarstarfið unnið á
sérstakri skrifstofu (classifying room) af sérstökum mönn-
um, er ekki gera annað. A smásöfnum flokkar skráset-
jarinn (cataloguer); en á minstu söfnum (eins og hér ræð-
ir um) gerir einn maður alt. — Gerum nú ráð fyrir, að
810 sé ísl. bókmentir, alrnenn rit; 810.1 sé ljóð; 810.2
sjónleikar; 810.3 skáldsögur; 810:4 ritsöfn höfunda. Eg
á að færa inn: A ferð og flugi, eftir St. G. Stephans-
son. Aðfangatala bókarinnar er (segjum): 307. Flokks-
rnark hennar verður 8io.r. Eg skrifa á tvo miða litla,
þar til gerða: 810.1 — 307 eða Annan miðann
ann lími ég á kjöl bókarinnar (sé hann of lítill, þá utan
á fremra spjaldið, efst í horni næst kjöl), en hinn innan
á fremta spjald, efst í horni fjarst kjöl. — Næsta bók
er: Flóra Islands, eftir Stefán Stefánsson; aðfangatala 321;
flokksmark 580. A merkimiða hennar rita eg þá: j 8 n
—321 eða -S2. Næst er: Sögur og kvæði, eftir E. Bene-
diktsson; aðfangatala 297; flokksmark 810.4. lig marka
hana þá samkvæmt þvi. Hver þessara bóka hefir þannig
fengið kennimark eða kennitölu, sem auðkenn-
ir hana frá öllum öðrum bókum í safninu. Flokksmark-
ið hefir hver þeirra sameiginlegt við fleiri bækur aðrar;
en aðfangatalan aðgreinir bókina aftur frá hverri annari
bók í sama flokki (eða deild eða grein). — Hvert sinn
sem þarf að skrifa bókina (hvort sem sá þarf að gera