Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 107
Pálsson, Gestur: Þrjár sögur
Sigurðsson, Páll: Aðalsteinn.
Skúlason, Sveinn. Þýðandi
Lýsing íslands.
Hér hefi eg slept öllu nákvæmara, er á miðunum mundi
standa, þvi að þetta er að eins til að sýna stafrófsröð-
unina.
Þessar reglur má gefa:
i. Oll mannanöfn skal svo til greina, að nefna
fyrst föðurnafn eða ættarnafn; þar næst skírnarnafn. T.
d.: Jónsson, Bjarni; ekki: Bjarni Jónsson. Þær þjóðir,
sem (eins og vér Islendingar) ekki hafa ættarnöfn, hafa þó
allar orðið ásáttar um, að fylgja þessari reglu fyrir sam-
ræmis sakir og annars hagræðis, er það hefir í för með
sér. Sé tveir eða fleiri höf. samnefndir, verður að greina
þá á einhvern hátt, t. d.:
Jónsson, Bjarni (Vogi).
Jónsson, Bjarni (Þuríðarst.).
Oft má þetta gera með skammstöfun aftan við nafn-
ið, svo sem pr. (= prestur), prfst. (= prófastur), prfes.
(= prófessor). Ef annar er eldri, hinn yngri, má tákna
það með s (= senior) eða e (= eldri), og j (= junior) eða
y (■= yngri). Dæmi: Þorkelsson, Jón, dr., j. — Þorkels-
son, Jón, dr., s. — [dr. = doctor].
Forsetningar í útlendum nöfnum. I enskum og
frakkneskum nöfnum er forsetningin rituð framan við (og
raðað eftir því), t. d.: Van Buren (forseti Bandar.), De
Quincey (enskur), La Rochefoucauld (fr.), nema í jrakk-
neskum nöfnum, er byrja með de eða d’; því er slept. —
í öllum öðrum málum er forsetningunum slept (nema
fastur vatii sé orðinn gagnstæður á einhverju nafni, eins
og Van Dyck).
3. Forskeytið Mac [= son] rita sumir, er það
heiti bera, fullum stöfum, aðrir Mc, og enn aðrir M', og