Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 36
Thoroddsen að því, er þau snertir'), enda er ein sagan
fremur illhvelissaga en skrimslissaga. Þorvaldur getur líka
um skrimsli eitt stórt og hræðilegt með þremur haus-
um!), og er sú sögn frá 17. öld.
Sjóarskrimsli i Grímsey. Það er venja i Grímsey, að
enginn skuli vera þar a ferð eftir dagsetur, því trú manna
er, að sjóarskrimsli hlaupi þar á land um nætur, og þykj-
ast margir evjarskeggjar hafa orðið varir við þau. Einu
sinni fór kona af öðrum bæ til Efri-Sandvíkur til að mala,
en kvörnin var ekki laus í svipinn, og gat konan því
ekki lokið verki sinu, fyr en komið var fram á nótt.
Hún hélt nú héimleiðis, en kom ekki heim til sín uin
nóttina; var þá farið að leita hennar, og fanst af henni
önnur höndin, en ekkert annað; var það trú manna, að
skrimsli mundu hafa grandað henni.
Sigurður hét maður Magnússon, Eyfirðingur. Hann
var hinn djarfasti bjargmaður og allra manna fimastur.
Sigurður reri í Grímsey. Einu sinni var hann staddur
niðri i fjöru, og sá þá, að skrimsli íór að honum. Það
var fjórfætt, og voru fremri fæturnir styttri. Skrimslið
gekk upprétt eins og maður og hringlaði í. Sigurður hljóp
upp gjá eina í bjarginu á undan skrimslinu, en það sótti
á eftir upp gjána. Þegar Sigurður var kominn upp á
brúnina, grýtti hann í ákafa ofan á skrimslið, en það sótti
engu síður upp á við á móti grjótkastinu. Sigurður tók
nú á rás heim til bæjar, og var örskamt þangað, en svo
fór skrimslið hratt yfir, að það kom að bæjardyrunum í
þvi, að Sigurður skelti aftur bæjarhurðinni, og skildi þar
með honum og skrimslinu8). Jón Árnason getur og
skrimslis í Grímsey, og segir, að það veltist áfram eins
1) II, bls. 187—188.
2) Landfræðisssga II, bls. 208.
3) Gísli Konráðsson í hndrs. Á. M. 276, 8vo.