Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 143
14?
geta um »Svalbarðs fund« árið 1194. (»Svalbarði fundinn*
stendur í Skálholts-annálum: V (D.) 181. bls.). (í Ldn.
I. x. segir, að frá Langanesi á norðanverðu Islandi sé
fjögra dægra haf til Svalbarða norður í Hafsbotna, og
bæta sum handrit því við, að Hafsbotnar séu fyrir
austan Greipar á Grænlandi og aldrei ísalausir, en dægur-
sigling sé til óbygða á Grænlandi úr Kolbeinsey norður1).
Það er ætlun próf. G. Storms, að Svalbarð eða Svalbarði
(kalda ströndin eða köldu strandirnar) sé sama land og
Spitsbergen, því að fornmenn virðast hafa hugsað sér
Hafsbotna fyrir austan Grænlandsóbygðir og að straumar
væri þar á milli, eins og er i raun og veru. Það lúta
allar líkur að því, að (íslendingar eða) Norðmenn hafi
komist til Spitsbergen 1194, en nú er alment talið svor
að Hollendingar undir forustu Berents hafi fyrst fundið
Spitsbergen 1596.
Al. Bugge heldur, að Nurðmenn hafi líka þekt aðr-
ar eyjar í íshafinu, einkanlega Nowaja Semlja, enda má
líklegt þykja, að við þær eyjar sé átt, þar sem talað er
um Bjarmaland hið ytra, norður eða norðaustur frá
Bjarmalandi. íslendingar virðast hafa ímyndað sér á mið-
öldunum, að óbygður landa- eða eyja-fláki gengi frá Bjarma-
landi alt til Grænlands, og slíkur eyjafláki er í rauninni
til, fyrst Nowaja Semlja, þá Franz-Jósefsland, þá Spits-
bergen. Fornmenn munu að vísu aldrei hafa komist
norður til Franz-Jósefslands, en hin löndin hafa þeir sjálf-
sagt þekt. Landafundir þessir eru samt ekki neinum ein-
stökum manni að þakka, heldur hafa sjófarendur komist
lengra og lengra smátt og srnátt, öld eftir öld.
Enn merkilegri og hugnæmari eru landaleitir íslend-
1) »Sagt er, að Kolbeinsey liggi 12 vikur sjávar í
norður frá Grímsey, en 18 vikur norður af Islandi (frá Eyja-
fjarðarmynni)« (ísl. þjóðs. (J. Á.) II, 125.).