Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 71
/I
um þykir stórgriparækt arðsamari en kornyrkja, eins og
eg hefi áður drepið á, og er því látin sitja í fyrirrúmi
fyrir henni. A þessarri öld hefur nautgripum á Svisslandi
fjölgað mjög og er tala nautgripa þar í landi talin rúm
i'/í millíón. Jafnframt hefur nú á seinni árum verið
starfað töluvert að því að bæta kyn þeirra, og er nú svo
komið, að í stöku hjeruðum eru nautgripir annálaðir fyr-
ir fegurð og kostgæði. Til kynbótasýninga og haustmark-
aða í Erlenbach í Simmendal sækja menn viðs vegar að
úr Európu, og ekki er það sjaldgæft, að ein skepna er
þar seld fyrir nokkrar þúsundir franka. A Vestur-Sviss-
landi eru gripir rauð- og svartflekkóttir og ærið stórgerð-
ir; i Austur-Sviss er peningur yíirleitt gráskjöldóttur eða
moldóttur, en smærri og liðlegar vaxinn en hitt kynið,
og er af sumum talinn betri til kynbóta. A láglendinu
er nautpeningur á gjöf allt árið; en í fjalladölunum er
hann rekinn á afrjettir og fjallhaga og látinn ganga þar
sumarlangt. Þegar selsmalahornin kveða við á vorin í
lok maímánaðar til merkis um, að nú sje mál komið að
taka sig upp og reka pening á fjall, kemst allt, sem vetl-
Jngi getur valdið á lopt í þorpunum. í broddi íylkingar
fer fjallhagaboðið (der zusenn); þá fara næst fegurstu og
stærstu kýrnar með feiknamiklar bjöllur undir kverkinni,
sem hanga í útsaumuðum og blómskrýddum leðurbelt-
um; þá kemur löng halarófa af baulandi kúm, kvígum,
geitum og kiðlingum, sem bregða á leik og ráða sjer ekki
fyrir fögnuði. í miðjum hópnum fer tarfurinn með mjalta-
konustólinn milli hornanna, alsettan laufsveigum og bióm-
um. Fjármaður og vikadrengur fararaulandi og hóandiaptur
og fram með hjörðinni. Eigandi hennar rekur lestina með
áburðarklár klyfjaðan mjaltagögnum; er ekki laust við að
völlur sje á karli, þegar hann lítur yfir hjörð sína. Vist-
in í selkofunum er yfirleitt einmanaleg og döpur, eink-
um þegar rniklar rigningar ganga eða tekur fyrir jörð í
4