Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 54
langt af allri vegagerð, sern eg hefi sjeð, og virðast þó
erviðleikarnir við að gera þá vera víðast hvar margfalt
meiri en hjer á landi; er mjer nær að halda að vegfræð-
ingar vorir hefðu bæði gaman og gagn af að kynnast
nánar vegagerð á Svisslandi, sem telst þann dag í dag
lengst komið í þeirri grein af öllum löndum í Európu.
Mest mun þó flestum finnast til um náttúrufegurð
ýmissa Alpasveita; hvergi i Európu mun náttúran vera
svipmeiri eða tignarlegri. A stöku stað er hún raunar
svo hrikaleg og tröllsleg, að mönnum dettur í hug, að
þeir sjeu komnir í jötunheima. Margar eru þar grasgefn-
ar og jafnvel skógi vaxnar afrjettir og íjalladalir girtir snar-
bröttum fjöllum eða bunguvöxnum og keilumynduðum
jöklum. Ofan frá jölulrótunum steypast kolmórauð eða
skolgrá jökulfljót, er grafa sig sumstaðar niður í hamra-
beltin og mynda risavaxin gljúfur eins og t. a. m. hin
alkunnu Tamina- og Aaregljúfur. I fornöld og á mið-
öldum stóð mönnum ógn mikil af Alpafjöllum og eng-
inn lagði leið sína yfir þau, nema hann ætti brýnt erindi.
En nú er öldin önnur. A ári hverju fjölgar ferðatnönn-
um, sem sækja Sviss heim til þess að varpa af sjer á-
hyggjufarginu, sjá háfjalladýrðina og draga að sjer hið
hreina og heilnæma fjallalopt. Fjölsóttasti staður í Alpa-
fjöllum og næst Rigi fjölsóttasti staður í öllu Sviss er
smáborgin Interlaken í Berner-Oberland; dregur hún nafn
sitt af því, að hún stendur á eiði einu milli Thuner- og
Brienzervatns. Borgin hefir að eins 5—6000 íbúa, en
talið er að 100,000 ferðamanna komi þangað á sumri
hverju og dvelji þar lengra eða skemmra tíma bæði sjer
til heilsubótar, því að loptið er fyrirtak, en einkum til að
njóta náttúrufegurðarinnar og fjallsýnisins þar, sem er
við brugðið. Intenlaken er og áfangastaður fvrir þá, sem
ætla sjer að gista fjalladalina i Berner-Oberland og ganga
á jökla. En ekki er fjelitlum mönnum hent að búa þar