Aldamót - 01.01.1902, Page 14
klaustur flutt’til Helgafells, og var klaustriö þar svo
alt til siöaskiftanna á 16. öld.
En um þingstaöinn gamla við Hofsvog skal nú
meira sagt en áður er gjört. Eftir að Þórólfur Mostr-
arskegg var andaöur og Þorsteinn Þorskabítur sonur
hans var setstur í bú á Hofsstöðum og orðinn goði
Þórsnesinga tóku bændur nokkrir þar í nágrenninu
að vekja óspektir. Það var frændbálkur einn mikill
og fjölmennur — Kjalleklingar. Þeir bjuggu flestir
sunnan megin við Breiðafjörð út frá Þórsnesi, en
sumir norðan fjarðar á Meðalfellsströnd. Þeir höfðu
frá upphafi sótt þing í Þórsnes og voru eins og aðrir
bændur í því héraði tollskyldir Hofsstaðagoða. En
ofsi þeirra frænda gjörðist nú svo mikill, að þeir þótt-
ust öllum öðrum mönnum fremri þar í sveit. Létu
þeir það til sín heyra, að þeir þættist upp úr því
vaxnir að hlýða lögbanninu gegn saurgan vallar þess
í Þórsnesi, sem kjörinn var til þinghalda. Kváðust
mundu ,,ganga þar örna sinna“ —eða til nauðsynja
sinna — ,,sem annarsstaðar á mannfundum á grasi“,
þó að Þórsnesingar ,,væri svo stolz, að þeir gjörði
lönd sín helgari en aðrar jarðir í Breiðafirði“, og ekki
myndi þeir framvegis ,,troða skó til að ganga þar í
útsker til álfreka. “ Þá er þetta barst til eyrna Þor-
steini Þorskabít, var hann í því ákveðinn, að þola
ekki stórbokkum þessum og oflátum þá óhæfu að
saurga völl þann, er faðir hans hafði svo mjög tignað.
Urðu svo samtök milli hans og vina hans um að verja
þeim Kjalleklingum með harðri hendi völlinn, ef þeir
sýndi sig líklega til að framfyb<ja hótan sinni, sem og
brátt kom fram. Einn dag, er þinghald var þar á
staðnum, eftir aftanverð gengu Kjalleklingar vopnaðir