Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 15
burt frá búöum sínum út í nesiö. Og er þeir Þoí-
steinn og flokksmenn hans sáu, að þeir sneru af leiö
þeirri, er lá út í Dritsker, tóku þeir og vopn sin í
skyndi og runnu á eftir þeim með ópi og eggjan.
Kjalleklingar hrukku undan og ofan í fjöruna, og varö
þar harður og blóðugur bardagi. Nokkrir menn
féllu úr hvorumtveggja floknum og fjöldi varð sár.
Þórsnesingum tókst að hrekja andstæðinga sína burt
af þingvellinum, og stigu Kjalleklingar á skip og héldu
heimleiðis. En flokkarnir skildu í megnasta heiftar-
hug hvor til annars, og völlurinn var ataður í blóði.
Síðar tókst Þórður gellir í Hvammi það vanda-
mál á hendur að leita um sættir milli Þórsnesinga og
Kjalleklinga. Hann var þá mestur höfðingi í Breiða-
firði, mágur Þorsteins Þorskabíts og frændi andstæð-
inga hans, sem risið höfðu upp til að brjóta lögboðið
um friðhelgi þingvallarins. Sáttatilraunin hepnaðist,
og héldu þó hvorirtveggja fyrst mjög eindregið fram
kröfum sínum. Kjalleklingar afsögðu enn að ganga
erinda sinna í Dritsker, en í annan stað krafðist Þor-
steinn þess, að Kjalleklingar gætti þess vandlega eins
og aðrir, að saurga ekki völlinn. Þórður gellir sá sér
þess engan kost að leiða hugi flokkanna saman um
þetta atriði, sem upphaflega var aðal-deilueínið. En
eins og séður lögmaður finnur hann ráð til þess að
láta þá sameinast á nýjum grundvelli. Kjalleklingar
höfðu orðið fyrir meira mannfalli í bardaganum en
Þórsnesingar. Tillaga Þórðar er sú, að engar bætur
skuli koma fyrir víg þau og áverka, er orðið höfðu.
Gat virst, að þar væri Þórsnesingum ívilnað. En í
annan stað hélt Þórður því fram, að völlurinn væri
hættur að vera heilagur reitur, með því hann hefði