Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 17
2 t
leikann, svörtu blettina, saurindin í heiminum, lífi
þjóða og einstaklinga, til þess, ef verða mætti, að alt
slíkt gæti eyðst og horfið, og að minsta kosti til þess
að aldrei deyi út áhuginn fyrir því meðal kristins fólks
að halda kirkjunni hreinni. Baráttan í kirkju Jesú
Krists fyrir því, sem er fagurt — gott, sómasamlegt,
heilagt—, má aldrei hætta. Það, sem er ljótt — ilt,
ósæmilegt, vanheilagt—, hlýtr þá fyllilega að koma til
greina í huga kristinna manna. En auðvitað má svo
um slíkt tala, að óhæfilegt sé og beinlínis hneykslan-
legt. Og það hefir einatt verið gjört, því miður. En
að því er snertir þessar fornsögu-endurminningar úr
æfi þjóðar vorrar úti á Islandi, sem nú var um að
ræða, þá eru þær alls ekki því marki brendar. Frá
því, sem þar er ófagurt, hefi eg skýrt með orðalagi
fornsagnanna íslenzku, Eyrbyggju og Landnámu, er
báðar geta um þessa atburði. Og er þar svo meist-
aralega gengið frá frásögunni, svo hreinum hönd-
um tekið á efninu, að með engu móti getur sært
eða hneykslað eyru eða augu hins hreinlátasta manns.
Ljótleikinn sést að svo miklu leyti, sem hann þarf að
sjást, en ekki heldur meir. Og mjög fjarri fer því, að
með því, sem sagt er, sé kitlaðar hinar óhreinu til-
hneigingar manna, eins og sum nútíðarskáldin gjöra í
lýsingum sínum á því, sem ijótt er og ósæmilegt,
einnig og ekki sízt þá, er þau varpa yfir það hálf-
gagnsærri blæju. Það er þó nokkurskonar blæja, sem
söguritararnir gömlu viðhafa hér, þegar þeir koma
með orðið álfrek. Engum lesanda eða heyranda get-
ur dulist, hvað við er átt með því orði á þeim stað í
sögunni. Það skilst svo vel af samanhenginu, og þarf
að því leyti engrar skýringar. Engu að síður skal eg
Aldamót XII, 1902.—2.