Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 20
14
setn sömu tegundar er fært í letur og opinberlega látið
á prent út ganga. Hér má minna á hiö fornkveSna :
,,Ferr orð, er of munn líör; stendr ritinn stafr. “
Þess vegna má meö fylsta rétti segja, að það sé lífs-
nauðsyn fyrir hverja þjóð sem vera skal, að bók-
mentum hennar sé haldið hreinum. Og um fram alt
þó þeirri grein bókmentanna, sem eru blöðin; því að
samkvæmt hlutarins eðli grípa þau svo beinlínis inn í
hið daglega líf almennings og eiga svo mikinn þátt í
því að laga til hugsunarhátt fólks og ráða þjóðlífs-
stefnunni. Það ætti að vera til lögmál hjá hverri
einustu þjóð, nákvæmlega sömu tegundar og það, er
út var gefið upphaflega um friðhelgan þingstöðvanna
gömlu í Þórsnesi, — nokkurskonar grundvallarlaga-
ákvæði, en þótt óritað, — sem legði strangt bann við
því, að menn léti nokkurn tíma eftir sig sjást á prenti
ósiðferðisleg orð, saurugar og svívirðilegar hugsanir.
Velsæinis-tilflnning þjóðarinnar í heild sinni ætti að
vera svo sterk, að engum liðist að ósekju að ata saur
þann allsherjar þingvöll, sem eru bókmentir hennar
og blaðagjörð. Almenningsálitið fyrir því, sem sóma-
samlegt er og siðferðislega rétt, þarf að vera í því
lagi, að allir sé neyddir til að fara ineð sinn saur út í
Dritsker. En það er mér nær að halda, að hjá engri
þjóð, sem kölluð er mentuð, sé í nútíðinni eins lítið af
slíku almenningsáliti eins og oss Islendingum. Svo
langt sem þekking mín nær er miklu meira nú af sann-
kölluðum saur á hinum andlega þingvelli Islendinga,
þingvelli bókmenta og blaðagjörðar, en á samskonar
reit annarra þjóða.
Vitanlega er þjóðflokkr vor svo afar fámennur,
og ritverkin íslenzku, sem út koma á prent, fá og