Aldamót - 01.01.1902, Side 22
2 6
kallaðir skáld, sem orktu á fornöld þjóðar vorrar.
En lang-minst af slfkum íslenzkum fornaldar-kveðskap
er skáldskapur. Skáldskapur forfeðra vorra frá þeirri
tíð liggur í ritverkum þeirra, sem eru á óbundnu máli,
miklu miklu fremur en í því, er þeir settu í rím.
Fornsögurnar íslenzku flestar eru sannarlegur skáld-
skapur, en í vísunum, sem söguhetjurnar orktu eða
þeim eru í munn lagðar, er vanalega alls enginn skáld-
skapur. Hann er slæmur, þessi gamli íslenzki mis-
skilningur á því, hvað skáldskapur sé, en einkum þó
fyrir þá sök slæmur, að hann hefir leitt inn f íslenzkan
kveðskap svo margt og mikið af Ijótum, ósiðferðisleg-
um, andstyggilegum, ógtiðlegum hugsunum. Við
það að birtast í umbúðum rt'mgjörðarinnar varð alt
slíkt að skáldskap, og fór svo eftir almenningshugsan
að verða leyfilegt og friðhei’agt. Ljóðabækurnar ís-
lenzku, sem troðfullar eru af margvíslegum óþverra,
eru ömurlega margar. En þó verst það, að í sumum
ljóðasöfnum aðal-skáldanna er innan um perlurnar og
gullkornin dreift ýmsu ljótu, illu og óhreinu. Það
særir sérhverja velsæmistilfinning sitthvað af því, sem
þar er látið slæðast með. Vér vildum eðlilega mega
láta kvæðabækur íslenzku góðskáldanna liggja opnar
á borði voru fyrir öllum, sem með oss eru í húsi voru
eða sækja oss heim. En að því er ýmsar þeirra
snertir, þá þorum vér það ekki og megum það ekki.
Því í þeim bókum sumum er ýmislegt, sem helzt er
hvergi í húsum hæft, hneykslanlegt fyrir börn og a!t
heiðvirt fullorðið fólk. Ur því að skáldin slysuðust
til að yrkja þessi ljótu kvæði, þá hefði tafarlaust átt
að fara með þau út í Dritsker og grafa þau þar til
eilífrar gleymsku. Helzt hefði höfundarnir átt að