Aldamót - 01.01.1902, Page 27
31
ekki aö ræða um eins göfugt skáld og Jónas var og
stæöi ritstjóri ,,Eimr. “ og mennirnir hinir, sem hér
eiga hlut að máli, ekki svo framarlega í hópi Islend-
inga á þessari tíð, þá væri þetta þó sök sér. En eins og
á stendur er það hróplegt hneyksli. Og hvernig þjóð-
in íslenzka myndi hafa tekið því hneyksli, hefði vel-
sæmistilfinningin hjá oss verið eins næm og hjá Bret-
um, það getur öllum orðið ljóst, ef þeir hugsa um
Swinburne skáld og hin þungu persónulegu synda-
gjöld, sem hann virðist dæmdur til að bera alt til
dauða, fyrir hin öhreinu æskuljóð sín.
Um blaðagjörðina íslenzku þarf meira að segja
en þegar hefir verið sagt. Því þar um fram alt opin-
berast vanheilindi þjóðlífs vors og skorturinn á sannri
velsæmistilfinning. Raunalega fáar eru ljóðabækur
vorar hreinar ; en miklu færri eru þó að sínu leyti þau
blöð, sem nú koma út á íslenzku og segja má um að
sé hrein. Svo sem alkunnugt er hefir íslenzkum
blöðum stórkostlegp fjölgað á síðustu tímum og eldri
blöðin hafa mjög stækkað. Reitur sá, sem blöðin
skipa, er óðum að færast út. Sumt af því bezta í
andlegri eign þjóðarinnar birtist þar og að sjálfsögðu,
— mikið af viti, margar sterkar og drengilegar fram-
farahugsanir, mikið af góðum vilja til þess að lyfta
fólki voru upp á hærra siðmenningarstig. En eg fæ
ekki betur séð en að þetta sé algjörlega ofurliði borið
af þeim sæg íslenzkra blaðagreina, bæði ritstjórnar-
grcina og aðsendra greina, þar sem ýmist heimska,
eða léttúð, eða lygi og önnur samvizkulaus mann-
vonzka, eða jafnvel alt þetta í einu, er alráðandi.
Alt slíkt má sannarlega kalla saur, og að því leyti,
sem þetta yfirgnæfir í blöðunum, eru þau saurblöð.