Aldamót - 01.01.1902, Side 28
32
Ohreinindin í íslenzku blöðunum og tímaritunum hafa
í síðari tíö vaxið miklu meir en að því skapi, sem þau
ritverk hafa fjölgað og stækkað. Það er að þessu
leyti greinileg afturför í þjóðlífi voru nú upp á síð-
kastið, og sú afturför er í mesta máta tilfinnanleg,
voðalega ískyggileg. Allar þær framfarir, sem hjá
Islendingum hafa orðið á síðustu áratugum bæði aust-
an hafs og vestan í verklegum efnum — og þær eru
óneitanlega talsverðar, þótt vanalega sé nú of mikið
úr þeim gjört—-, vega engan veginn upp á móti þess-
ari sérstöku afturför, sem hér er um að ræða.
Eg skal leyfa mér að nefna tvö þeirra blaða, sem
nú koma út á Islandi, Seyðisfjarðar-blöðin, ,,Austra“
og,,Bjarka“. Tilnefni eg þau einkum fyrir þá sök,
að þau eru andstæðingar, styðja sinn flokkinn hvort í
stjórnmálum, enda eru bæði gefin út á sama stað í
landinu. Á eina grein í ,,Austra“, sem hann nýlega
hafði meðferðis, skal eg benda. Það er áskoran til
allra landsbúa, sem ekki aðhyllast stjórnmálastefnu
þess blaðs, um það að segja tafarlaust upp öllum
blöðum andstæðingaflokksins, kaupa ekkert þeirra
framar, lesa þau ekki, leyfa þeim ekki eitt augnablik
hjá sér húsvist. Þetta út af fyrir sig má nú vel af-
saka, úr því höfundurinn hefir þá skoðan, að stjórn-
málakenningar blaða þessara sé með öllu rangar og
svo afar háskalegar fyrir land og lýð. En það,
hvernig leitast er við að rökstyðja áskoran þessa, er
með öllu óafsakanlegt, svívirðilegt, blygðunarlaust.
Andstæðingarnir eru þar blátt áfram kallaðir ,,þjóð-
níðingar“, sem vísvitandi só að draga landslýðinn á
tálar. Ulvilji, ódrengskapur, blekkingarrógur, föður-
landssvik—með þessum orðum er öll þeirra framkoma