Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 31
35
,,Bjarka“ í liSinni tíð, sumar þannig lagaðar, að þær
ætti helzt aldrei að vera nefndar á nafn, því með
nafninu einu er velsæmistilfinningunni svo stórkost-
lega misboðið. Allir sjá, að þar er saur. En líka
sú, sem nú hefir beinlínis verið bent á, er af sömu rót
runnin, þótt áferðin sé þar öðruvísi; og svo framar-
lega sem hún hefir nokkur áhrif, þá hljóta þau aö eins
!að verða ill, sömu áhrif og hinar greinarnar, þau, aö
að veikja siögæðisafhö hjá lesendunum, hneyksla
veikar sálir, gjöra það vanheilagt, sem ætti að vera
öllum heilagt.
Þó eg hafi sérstaklega nefnt þessi tvö blöö þeirra,
sem nú eru gefin út á Islandi, þá er það alls ekki fyrir
þá sök, að þau sé í því tilliti, sem nú er um að ræða,
verst allra. Þaö er fult eins mikið af andlegum ó-
hreinindum í sumum blöðunum hinum. Ef eg færi
að nafngreina öll íslenzku blöðin, sem á þennan hátt
hafa syndgað, og benda á hverja óhreina grein, sem
í þeim hefir birst, þá myndi nafni minn síra Jón Helga-
son kalla þaö ,,sparðatínsiu“, enda myndi það verða
ljóta syndaregistriö. Eg hefi og ekki haft öll íslenzku
blöðin undir höndum. Þar á meðal er ,,Þjóðólfur“,
það af íslenzku blöðunum, sem einna æstast er í
flokksmálum, ljótastan hefir munnsöfnuð um mót-
stöðumenn sína og lang-þrálátast hefir verið í því, aö
bera oss Vestur Islendinga ljúgandi brigzlum. Eg
fékk það blaö áður lengi. En eftir aö þar fyrir 2—3
árum var farið að ráöast persónulega á mig og sam-
verkamenn mína hér, þá hætti útgefandi mjög bráð-
lega aö senda mér þaö, svo eg sé þaö nú ekki nema
meS höppum og glöppum, og tel eg það ekki neinn
skaöa. Ef eg heföi í seinni tíð haft ,,Þjóðólf“, er