Aldamót - 01.01.1902, Side 32
36
vel líklegt, a5 eg heföi freistast til aö benda þar á
sitthvaö því til sönnunar, aö reitur sá í þjóðlífi voru,
sem blöðin skipa, sé mjög illa verkaöur. En nú er
ekki sú freisting, óþarft líka að fara í þaö blað til aö
leita eftir sönnunum, því aö meira en nóg þessarar
tegundar er í öörum blöðum, og það fást hjá oss hér.
Ekkert íslenzkt blað hefir komið með eins mikið af
óþverra, heimskuþvættingi, ósiðferðislegu rugli, gapa-
legum vantrúarvaðli eins og ,,Heimskringla“ í Winni-
peg, — að eg nú ekki nefni skammirnar persónulegu,
sem hún jafnaðarlega hefir vegið mótstöðumönnum
sínum út í kúffyltum mæli. Það má með sanni segja,
aö eitthvert allra helzta starf þess blaðs hafi lengst af
á æfinni verið í því fólgið að flytja tað á völl — þjóð-
lífsvöll Vestur-íslendinga — í tveimur laupum. Upp
í annan laupinn hefir ritstjórinn mokað, en í hinn
ýrnsir vinir og ,, velunnarar“ blaðsins, sumir nafn-
greindir, aðrir ónafngreindir. Oftast hefir þó verið
býsna mikill áhalli, svo að legið hefir við, að snaraðist
um hrygg, því hinn síðarnefndi laupur er langt urn
stærri. En hindrunarlaust hefir þó starfsemi þessi
haldið áfram alt til þessa dags. Og hlössin liggja í
þéttum röðum um þveran og endilangan völlinn.
Myndi nú nokkuð enn þá verra og fáránlegra
geta komið fyrir í íslenzkri blaðagjörð ? Já. Lengi
getur vont versnað. A ári því, sem liðið er síðan vér
sátum á síðasta kirkjuþingi voru, hefir í Winnipeg
risið upp nýtt íslenzkt blað, er að sumu leyti tekur
,,Heimskringlu“ stórum fram í því, sem ljótt er. Eg
á við blaðið, sem kallar sig ,,Dagskrá II. “ Það er
fyrsta íslenzka blaðið, sem beinlínis og opinberlega
hefir sett sér það markmið að safna óhróðurssögum