Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 33
37
um náungann, enda hefir það líka í því tilliti fyllilega
staðiö viö ,,prógramm“ sitt. Að öðru leyti ætla eg
ekki neitt að lýsa innihahii blaðs þessa. Að eins skal
þess getið, að ritstjórinn hefir kjörið sjálfan sig til
þess þar að koma frarn sem allsherjar siðagætir meðal
Vestur-íslendinga, og meir en það, líka til þess að
kveða upp fullnaðardóma í stjórnmálum Islands og
segja heimsmenningunni brezku og ameríkönsku til
syndanna. Lang-helzt vildi eg geta komist hjá því
að nefna þennan mann á nafn—Sigurð Júlíus Jóhann-
esson. Þetta er aumingi. Hann flýr hingað til
Ameríku frá Islandi fyrir þremur árum til þess að
komast þar undan hegning. Honum tekst það, að ná
inngöngu á lúterskan prestaskóla hér í landi ; en fyrir
sakir fortíðar hans á Islandi verður hann að hætta
þeirri skólagöngu. Þá tekur hann upp á því að gefa
út þetta fáránlega blað og lætur þar saurinn út frá
sér ganga í allar áttir. Lengra í því að ljúga hefir
vissulega ekkert íslenzkt b!að gengið. Og stórmenska
sú, sem þar birtist í persónu ritstjórans, er með öllu
óviðjafnanleg. Ekki minnist eg þessa fyrir þá sök,
að illkvitnisárásir þær, sem blað þetta hefir gjört á
einstaka menn og málefni, muni vera hlutaðeigendum
svo tilfinnanlegar, —heldur vegna þess, að hér er um
þjóðernislega háðung að ræða, sem fyrir löngu hefði
átt að vera búið að benda á og sterklega að mótmæla.
Að manni, sem eins stendur á fyrir og Sigurði þessum,
skuli geta dottið í hug að gefa út annað eins blað og
,,Dagskrá“ hefir verið frá upphafi, það ber þess ótví-
ræðan vott, að hugsunarháttur þess íólks, sem blaðið
er ætlað, hljóti að vera meir en lítið sýktur. Með
tilliti til þess sjúkdóms byrjar hann á því að gefa út
Aldamót XII, 1902.—3.