Aldamót - 01.01.1902, Page 40
44
látiö vera aö taka þessar kröfur til greina? Hví höf-
um vér þagað ? Eg skal í þessu efni aS eins svara
fyrir sjálfan mig. Ekki er því að neita, aS eg hefi
hiklaust verið þeirrar sannfæringar, að síra Bjarni
hafi gjört rangt í því að ganga hér inn í kennimann-
lega stöSu í kirkjunni án þess aS gjöra neina tilraun
til aS hreinsa sig frammi fyrir almenningi af sökum
þeim, sem urSu til þess aS svifta hann prestsembætt-
inu á Islandi. Og sú sannfæring er óbreytt enn.
En hér var ástæSa til aS minnast þessara orða Páls
postula : ,,HvaS kemur það mér við að dæma um
þá, sem fyrir utan söfnuSinn eru?“ SöfnuSur sá, sem
þessi maður þjónar, heyrir ekki kirkjufélaginu til.
Það er ekki vort aS rekast í því, hvern mann sá flokk-
ur hefir fyrir prest eSa hvernig þar yfir höfuð er hagað
kirkjulegum félagsinálum. Sem betur fer er hér í
álfu trúarbragSafrelsi. Og það er skylda vor aS við-
urkenna það. En til þess frelsis heyrir þaS meSal
annars, aö menn ráða því algjörlega sjálfir, hvern
prest þeir hafa, eSa hvort þeir hafa nokkurn prest eSa
engan. I annan staS gat eg ekki séð, aS neinir gull-
hringar mjmdi detta af TjaldbúSarsöfnuSi viS þaS að
kalla síra Bjarna til prestskapar hjá sér eftir síra
Hafstein Pétursson. Ollum virðist koma saman um
þaS, aS vér höfum breytt rétt, er vér leiddum persónu
og verk síra Hafsteins hjá oss eftir aB hann umhverfS-
ist og tók að fjandskapast gegn kirkjufélagi voru.
Hví skyldum vér þá ekki hafa fariS eftir sömu reglu
að því, er eftirmann hans snertir ? Nema því aS eins
að líkur hefSi verið til, aS hann í þeirri stöSu myndi
valda enn meira hneyksli en síra Hafsteinn ; en þaS
hefir víst engum dottiS í hug í fullri alvöru. Enda