Aldamót - 01.01.1902, Page 41
45
hefir nú sfra Bjarni, hvaö sem fortíð hans á íslandi
líður, síðan hann tók við prestskap í Tjaldbúðarsöfn-
uði,eftir því sem eg veit bezt, farið svo fram ráði sínu,
að engin ástæða hefir verið til að kvarta. Að eg færi
að rísa upp gegn manni þessum út af hjónavígslum
hans gat ekki komið til mála, fyrir þá sök, að mér
hefir ekki getað skilist betur en að þær hefði fult gildi
samkvæmt hjónabandslöggjöf Manitoba-fylkis. I laga-
legu tilliti verða hlutaðeigandi borgaraleg yfirvöld að
ábyrgjast það, hverja þau láta framkvæma hjóna-
vígslur. Að blanda mér inn í slík mál — til þess hefi
eg enga köllun og enga freisting. Sá reitur í þjóðlífi
voru hér, sem verið hefir starfsvið síra Bjarna síðan
hann kom frá Islandi, hefir alls ekki skemst eða
óhreinkast frá því, sem áður var. Alt bendir til þess,
að honum sé það alvörumál að bæta úr brestum lið-
innar tíðar. Og til þess ætti allir góðir menn að
vilja gefa honum tækifæri. I þessu sambandi mætti
minna á atvik eitt í Laxdælasögu. Það stóð yfir
brúðkaupshátíð ein að Helgafelli. Guðrún Osvífurs-
dóttir sat þá á brúðarbekk — í fjórða og síðasta sinni
á æfi sinni. Hún var þá að giftast Þórkatli Eyjólfs-
syni. Þá kom þar flóttamaður einn alla leið austan
úr Austfjörðum, sem sekur hafði þar orðið um víg —
Gunnar Þiðrandabani. Þorkell brúðgumi þekti hann
og vildi tafarlaust láta handtaka hann. En hinn seki
maður var sendur henni til halds og trausts. Þá sté
Guðrún af brúðarbekk og hét á menn sína að veita
manninutn lið. Var auðsætt, að Þorkell myndi missa
af hinum virðulega ráðahag, ef hann beygði sig ekki í
þessu efni fyrir vilja hennar. Og fyrir fortölur
Snorra goða gjörði hann það. Hann lét sök flótta-