Aldamót - 01.01.1902, Page 45
49
fara engir eins glannalega með móðurmál sitt að þessu
leyti eins og Islendingar. Og af því að íslenzkan er
svo gamalt og virðulegt tungumál er þetta þjóðernis-
leg óhæfa. Minnast mætti einnig í þessu sambandi á
stafsetningar-hringlandann. Af hverju myndi hann
stafa ? Af engu öðru en því, að tilbreytingasýkin
íslenzka er svo mikil. Alkunnugt er það, hve ervið
og ruglingsleg er stafsetning enskrar tungu, hve afar
mikið ber á milli framburðarins og stafsetningarinnar
þar. En þeir, sem ráða fyrir uppeldis- og menta-
málum þeirra þjóða, áræða ekki að breyta stafsetn-
ingunni gömlu í neinu verulegu til þess að færa hana
nær framburðinum. Svo mikla hefðarhelgi hefir hún
í augum þeirra. Þeir sjá það, að í slíkum efnum þarf
varlega að fara. Stórkostleg stafsetningarbreyting
myndi leiða til þess, að djúp óyfirstíganlegt yrði stað-
fest milli hins uppvaxanda lýðs og kynslóðanna liðnu;
bókmenta-arfrinn frá feðrunum yrði almenningi óað-
gengilegur og þjóðmenningin kæmist á algjöra ringul-
reið. I stað þess að hætta á slíka bylting er stafsetn-
ingunni gömlu haldið, en jafnframt hið mesta kapp á
það lagt, að annmarkar þeir, sem á henni eru, verði
almenningi að sem minstum vandræðum, hinu skarp-
skygnasta hugviti til þess beitt að kenna börnum að
lesa og rita ensku á sem skemstum tíma og með sem
minstri fyrirhöfn. En upp úr þessu þykjast menta-
menn íslendinga vaxnir. I stafsetningunni íslenzku
þarf alt af að vera að breyta til, og svo er þar líka
sífeldur ruglingur. Og meðfram vegna þess ruglings
eru Islendingar svo nauða-illa læsir.
Margt fleira mætti tilfæra sem sönnun fyrir því,
að lotningin fyrir því, sem íslendingar nútíðarinnar hafa