Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 46
50
fengið að erfð frá forfeðrum sínum, sé raunalega lítil,—
að það sé merkilega fátt í hinni þjóðernislegu eigu ís-
lendinga, sem þá eða allan þorra þeirra tekur verulega
sárt til. En mér finst þess ekki þurfa. Öllum ætti
að liggja það í augum uppi eftir að á það hefir verið
bent. Allir með opnum augum ætti að geta séð, að
hinn þjóðernislegi þingvöllur vor er hjá lang-flestum
Islendingum búinn að missa sína fornu hefðarhelgi.
Það liðist annars ekki, að þeim reit væri eins óvægi-
lega umturnað og hann eins svívirðilega saurgaður og
nú er gjört. Hér þarf því engra frekari sannana.
En nú liggur sú spurning fyrir : Hvernig verður ráðin
bót á þessu? Hvað myndi helzt geta vakið þjóðina
til lotningar fyrir föður- og móður-arfi sínum ? Hvað
helzt læknað nýungasýki hennar? Hvað helzt aukið
henni siðferðislegt sjálfstæði? Hvað helzt orðið henni
að andlegri kjölfestu ? Því er fljót-svarað: Trúin—-
kristna trúin, kristindómurinn. Helgi þingvallarins
gamla í Þórsnesi stóð í óaðskiljanlegu sambandi við
trúna á fjallinu einkennilega og göfuga, sem rís þar
upp skamt frá—Helgafelli. Eg hefi leyft mér að
láta þann þingvöll tákna þjóðlíf vort. Og þá táknar
Helgafell að sjálfsögðu kristindóminn, kristna kirkju,
guðs ríki. ,,Til fjallanna upp eg augum lít. “ Þar
er von — lífsvon fyrir einstaklinginn, framtíðarvon
íyrir þjóðina—og allar heimsins þjóðir, smáar og
stórar. Lang-helzt fyrir þá sök er þjóðlíf Breta og
Ameríkumanna svo sterkt, að þeir hafa kristindóminn
í svo miklum heiðri. Þaðan er þeim urn fram alt
komið framfara-aflið. Þaðan hin göfuga íhaldsemi,
hin siðferðislega alvara og hin djúpa lotning fyrir for-
feðrum sínum og því, sem frá þeim hefir runnið inn í