Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 47
eigu þeirra. Fyrir þá sök hafa bókmentir þeirra hald-
ist hreinar—eöa aö minsta kosti miklu hreinni en
allra annarra heimsins þjóða. Þar er vor fyrirmynd.
Helgafell er í Þórsnesi miöju, hærra en allir aörir
blettir þar, tignarlegt minnismark reist af drotni sjálf-
um, sem bendir almenningi í bygðinni þar út frá hiö
neðra í hæðirnar. Slíkt minnismark, slíkt Helgafell,
hefir kristin kirkja með kærleiksopinberan mannkyns-
frelsarans Jesú langa-lengi veriö þeim þjóöum og er
enn. Sama þarf aö verða hjá oss Islendingum, ef
þjóðlífi voru á að geta orðið borgið.
En nú vill svo óheppilega til, að einmitt á þess-
um tíma, þegar íslenzku þjóðlífi ríður allra mest á
hjálp úr þeirri átt, er sama losæðið, sama nýungagirn-
in, sama byltingatilhneigingin, sem kemur svo háska-
lega fram í veraldlegum málum Islendinga, óðuin að
færast inn í íslenzku kirkjuna og ná sér þar niðri. Eg
fæ ekki betur séð en að prógramm sumra helztu kirkju-
manna vorra nú sé það, þótt vafalaust sé það þeim
óvitanda, að umturna Helgafelli algjörlega, sprengja
það upp, moka því burt, jafna það með jörðu. Hvað
er það um fram alt, sem gjört hefir kristna kirkju að
Helgafelli í augum almennings vorrar þjóðar og ann-
arra þjóða á liðnum öldum? Guðs orð heilagrar
ritningar. Meðvitundin um það, að sagan, sem sögð
er í biblíunni, bæði gamla testamentinu og nýja testa-
mentinu, sé 'neilög saga, og að boðskapurinn allur,
sem þar er haldið á lofti, ekki að eins af Jesú Kristi
sjálfum og postulum hans, heldur líka af spámönnum
hins gamla sáttmála, sé í sannleika guðinnblásinn.
Þessa gömlu trú á biblíunni er nú með hinu mesta
kappi af ýmsum lærðum mönnum víðsve^ar út unj