Aldamót - 01.01.1902, Page 48
52
heim reynt til að rýra. AS því miSar gamla testa-
mentis ,,kritík“ nútíSarinnar. A ýmsan hátt hefir
áSur veriS reynt til hins sama marg-oft, og aS sama
skapi sem þær tilraunir hafa hepnast hefir afleiSingin
ávalt veriS sú, aS kristindómurinn hefir dvínaS hjá al-
þýSu, Helgafell lækkaS í augum hennar og jafnvel
meS öllu horfiS, kirkjan kristna sokkiS í jörSu eSa
hruniS í rústir, trúin á Jesúm Krist visnaS upp og
dáiS. Þarf því til sönnunar aö eins aS minna á
kirkjusögu átjándu aldarinnar á meginlandi norSurálf-
unnar og hina voSalegu frakknesku stjórnarbylting
viS þau aldarlok. En þrátt fyrir alla slíka vitnisburSi
sögunnar hafa margir klerkar og guSfræSiskennarar
kirkjunnar út um allan heim til þess látiS leiSast aS
stySja þessa nýju árás á biblíuna. Og brátt berst
þessi alda upp til Islands frá háskólanum danska í
Kaupmannahöfn. Undir eins og síra Jón Helgason,
sem nú lætur allra manna mest til sín taka í kirkju-
málum þar heima á ættjörS vorri, er farinn aS hafa
þaö fyrir satt, aS þessi sérstaka skoöan á gamla testa-
mentinu muni hafa meS sér meira hluta hálærSu
mannanna utan lands, einkum á norSurlönduin og
Þýzkalandi, varpar hann teningunum og stígur yfir
Rúbíkon, gjörist opinber talsmaSur skoSunarinnar og
tekur í tíma og ótíma aS prédika hana fyrir íslenzkum
almenningi. Mér vitanlega gætir þessa máls, biblíu-
, ,kritíkarinnar“ nýju, miklu miklu meir nú í alþýSleg-
um ritum á íslenzku en á nokkurri annarri tungu.
ÞaS sýnir, hve miklu minna er af kennimannlegri var-
kárni og kristilegri nærgætni hjá oss en öSrum þjóS-
um. AlþýSa er því alls ekki vaxin aS greina rétt
frá röngu, sannleika frá lygi, getgátur frá fullsönn-