Aldamót - 01.01.1902, Side 49
53
uSu máli í biblíu-rannsóknum þessum, og prestar
eins og þeir gjörast upp og niöur alls ekki heldur.
Það er og Krists kirkju ósamboðið að gleypa svona
við öllum nýungum, að henda á lofti hverja getgátu
biblíunni viðvíkjandi og halda henni fram eins og
væri þar ný guðleg opinberan. Og hún kippir fótun-
um undan sjálfri sér með því háttalagi. ,.Mig skiftir
það engu“ — sagði Páll postuli—, ,,í hversu miklu
áliti þeir eru, sem helztir eru haldnir; guð fer ekki að
mannvirðingum. “ Það sama vil eg segja, þegar tals-
menn ,,kritíkarinnar“ hjá oss eru að bera fyrir sig
hina hálærðu vísindamenn. Og þegar því er fleygt
fram, að flokkurinn þeirra megin sé orðinn svo afar
fjölmennur, þá vil eg minnast þessara orða sama
postula: ,,Hefir guð ekki gjört speki þessa heims að
heimsku?“—og segja svo með Ólafi pá : ,,Þat vil
ek, at þeir ráði, sem hygnari eru. Því verr þykki
mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau
koma fleiri saman. “ Staðhæfing sú, sem nú er verið
að prédika inn í kirkjulýð vorn, að sjálfsagt sé að
beita nákvæmlega sömu ,,kritík“ við biblíuna eins og
við öll önnur fornaldarrit, getur í fljóti áliti virst býsna
sennileg og bera vott um frábært frjálglyndi. En í
rauninni fer hún nákvæmlega fram á hið sama og
krafa þeirra Kjalleklinga forðum um það, að þeim og
öllum öðrum skyldi heimilt að ganga örna sinna eigi
síður á þingvellinum í Þórsnesi en á öðru grasi. Og
þó gengur krafa þessara nýju Kjalleklinga enn lengra
en hinna gömlu. Því nú er krafan úr þeirri átt sú,
að allir megi ganga örna sinna upp á Helgafell.
Þó að þeir, sem gjörst hafa talsmenn gamla
testamentis ,,kritíkarinnar“, hafi gjört sér mikið far
Aldamót XII, 1902.-4.