Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 50
54
um að veita þeim andlega vatnsstraumi inn á hvert
bygt ból þjóðar vorrar, eru það þó nálega eingöngu
íáeinir íslenzkir prestar, sem enn hafa opinberlega
látið til sín heyra um það mál. Að eins einn íslenzk-
ur leikmaður, sem að nokkru sé getanda, hefir þar
lagt orð í belg. En með tilliti til vitsmuna og margra
annarra kosta er hann margra manna maki og oss
Vestur-íslendingum öllum að góðu kunnur. Það er
vinur vor hr. Einar Hjörleifsson. Hann hefir á síðast-
liðnum vetri í blaði sínu ,, Norðurlandi “ ritað grein
um þetta ágreiningsmál, biblíu-, ,kritíkina“, og styður
þar eindregið málsstað séra Jóns Helgasonar. Við
engu öðru var heldur að búast úr þeirri átt, því eftir
áeggjan hans setti séra Jón það mál á hina kirkjulegu
dagskrá sína. Og það er allsendis óvíst, að hann
hefði enn árætt að gjörast opinber talsmaður þess og
framfylgja því með svo miklum ákafa og vígamóði,
sem reynd hefir á orðið, ef hann hefði ekki haft svo
ágætan mann í hópi Islendinga að bakhjalli. Og þó
að hin áminsta grein hr. Einars Hjörleifssonar, sem
nálega beinlínis er rituð á móti mér, sé ekki löng, þá
er þó víst um það, að þar eru sterkustu rökin, sem
enn þá hafa á íslenzku komið fram, þeirri hlið deilu-
málsins til stuðnings, sem hann er með. Eg hefi frá
upphafi haldið því fram, að óviturlegt og rangt hafi
verið að fleygja öllum þessum vísindalegu getgátum
biblíu-,,kritíkarinnar“ nýju fram fyrir almenning þjóð-
ar vorrar. Tíðin sé óhentug í mesta máta. Það sé
svo mikið los á þessari kynslóð Islendinga í trúarlegu
tilliti, að hún þoli ekki slíkar kenningar; þetta verði
að eins til þess að rugla hana enn meir. Mál þetta
sé með öðrum orðuin á mjög óhentugum tíma upp