Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 51
boriö. Þetta finst hr. E. H. ekki ná neinni átt.
Og hann mótmælir því harölega, meöal annars meö
þessum oröum : ,,Þaö er ekki á nokkurs inanns valdi
né viti aö kveða á um þaö, hve nær sé hentugur tími
fyrir sannleikann. Og þaö væri gjörsamlega óhæfileg
lífsregla, að dylja sannleikann fyrir þá sök, aö einhver
kynni að hneykslast á honum. “ Og enn fremur segir
hann : ,,Og örðugt er aö meta þaö undirbúningsverk,
sem hann (o: sannleikurinn) getur unnið í slíkri niður-
læging“ (,,N1.“ I, io). Hér eru aðal-atriðin í máls-
vörninni af hans hálfu. Og hefir líklega sumum virst
þetta býsna hættulegt fyrir vora hlið. En ekki finst
mér það munu geta sannfært neinn óhlutdrægan mann
í þá átt, sem til er ætlast, ef málið er nokkuð vand-
lega íhugað. Fyrst er nú þess að gæta, að eg hefi
aldrei játað því, að niðurstaða sú, sem biblíu-,,kritík-
in“ nýja hefir komist að, sé sannleikur. Miklu frem-
ur þvert á móti talið meginið af þeim kenningum
ósannaðar getgátur, sumt talsvert sennilegt, en lang-
flest mjög ólíklegt. En setjum nú svo, að allar þess-
ar kenningar væri sannleikur, og það með, að vér,
sem kvaddirhöfum verið til kennimanns-embættisins í
kirkjunni, hefðum verulega komið auga á þann sann-
leika. Hvort myndi að sjálfsögðu af því leiða, að vér
værum skyldir til að hlaupa tafarlaust á stað með þau
tíðindi og hella þeim út yfir safnaðarlýðinn, — unga
fólkið og gamla fólkið, fáfróða menn og skilnings-
sljóva eigi síður en þá, sem fróðir eru og greindir, þá,
sem veikir eru í trúnni, eigi síður en hina sterktrúuðu?
Væri það hyggilegt í kristilegu tilliti ? Væri það
leyfilegt ? Er ekki margur sá sannleikur, sem með
engu móti má segja opinberlega á sumum tíðum ? —