Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 59
nerna fáa í hvert sinn. Enda skortir mig til þess
bæði þekking og tíma.
Flestir hinir mörgu skoðana-straumar, sem um
þessar mundir renna um land trúfræðinnar inn í hinn
gamla farveg kristindómsins, eða meðfram honum, og
telja sig honum tilheyrandi, hafa upptök sín við rætur
sama fjallsins, þó þeir reynist næsta ólíkir hver öðrunr
og vatnið í þeim sé ólíkt bæði á lit og smekk. Þetta
fjall er hin svo kallaða ,,nýja guðfræði“ (The New
Theologý). Orðugt er að gjöra nokkura landafræðis-
lega grein fyrir legu þessa fjalls. Það er með það
eins og öll önnur andleg fjöll, að það þarf glögga sjón
til að sjá það. En þar við bætist sá örðugleiki við
þetta fjall, að það lítur út fyrir, að það hafi enn ekki
náð neinni ákveðinni mynd. Það er að teygja sig upp
úr þokunni smám saman, og það er farið að grylla í
stærð þess og lag hér neðan úr dölunum. En svo
mikið er um það talað og svo oft sést á prenti ýmis-
legt um ,,nýju guðfræðina“, að menn eru farnir að
gjöra sér nokkura grein fyrir því, hvað þar búi í þok-
unni.
Grundvallar-atriðið,sem skilur ,,nýju guðfræðina“
frá ,,gömlu guðfræðinni“, virðist vera það, að þar
sem ,,gamla guðfræðin“ beygir sig fyrir guðs orði
heilagrar ritningar sem guðlegu úrskurðarvaldi, er
aldrei breytist né falli úr gildi, og sníður allar kenn-
ingar sínar eftir því, þá viðurkennir ,,nýja guðíræðin“
ekki það vald, né nokkurt annað vald, og ekkert nema
vísindalega rannsókn mannsandans sjálfs. Þess vegna
er ,,nýja guðfræðin“ líka kölluð ,,frjálslynda guð-
fræðin“ ýThe Liberal Theologý). En þessi munur
gjörir líka allan muninn. Það þarf ekki lengi að hugsa