Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 62
66
veru, sem er fráskilin guöi, utan vébanda guö-lífsins,
,barn reiöinnar1 með gjörspiltu eöli. En nýja guö-
f r æ ð i n finnur bata eitt efni í alheiminum, skoöar
manninn sem hold og blóð af alheims-sálinni, part af
guði, sannarlega getinn, en ekki skapaöan, getinn af
guðs eigin insta eðli, erfingja allra eiginleika föður
sfns, með valdi yfir öllum hlutum ,áhimnum uppi, á
jörðu niðri og í vötnunum undir jörðunni1; eðli hans
er eðli guðdómsins ; að náttúrufari er hann góður ;
maðurinn er vera, sem að því skapi sem hann verður
sjálfum sér meðvitandi um faðerni sitt, tekur við valdi
því, er honum er að erfðunt gefið yfir synd og sjúk-
dómurn og öllu böli. “
Eg hygg, að þessi lýsing á ,,nýju guðfræðinni“ sé
nærri lagi, og geti menn nú fyrir hana séð dálítið
grilla í fjallið, sem eg gat um, að svo margir straumar
ættu upptök sín við. Og þó straumarnir í nútíðinni
séu margir, finst mér þeir þó aðallega vera þrír, þó
margar kvíslir séu úr hverjum straum. Mér finst stefn-
urnar vera einkum þrenns konar, og þær eru þessar:
Skynsemis-stefnan, siðfágunar-stefnan og dulspekis-
stefnan.
Skynsemis-stefnan er nú náttúrlega en-in ný
stefna í sjálfu sér. Skynsemistrú (rationalismus)
hefir ávalt verið við lýði. En venjulega—eða ávalt—
hefir sú skoðun verið utan kirkjunnar og kirkjan strítt
einhuga á móti henni. En nú er orðin til skynsemis-
skoðun innan kirkjunnar. Að því leyti er hún ný.
Og það er frá því sjónarmiði, að vér tölum um
hana nú.
Skynsemis-skoðun þessi byrjar þannig, að reynt
er til að losast við sem mest af því, sem yfirnáttúrlegt