Aldamót - 01.01.1902, Side 64
68
Um mitt í versunum. Voru margir litir á hverri
blaðsíðu.
Svo komust menn þessir að því, að alt var galið
með aldur bókanna. Þær voru flestar miklu yngri en
áður var haldið. Og svo kom það upp úr kafinu, að
biblían er raunar ekkert annað en hinar gömlu sögur,
þjóðsögur, skáldskapur og trúarbrögð Gyðinganna.
Hún er að sínu leyti eins og fornu bókmentirnar
grísku eða eddurnar íslenzku. En biblían er samt,
segja þeir, meistarastykki heimsbókmentanna. Hún
ber af öllum bókmentum fyrir fegurðar sakir og auð-
legð hugmyndanna. Hafa á síðustu tíð margir orðið
til að sýna fram á bókmentalega þýðingu bíblíunnar.
Fremstur þeirra manna hér í landi, er kenna guðs orð
frá bókmentalegu sjónarmiði, er próf. R. G. Moulton,
fyrirtaks skemtilegur fyrirlesari. Dr. Pearson, bók-
mentakennari við Meþódista skólann í Evanston, hóf
þessa nýju kenningu ,,hærri kritíkarinnar“ þar í skól-
anum og gaf út bók um það efni. En með því að
Meþódistar halda enn fast við gömlu kenninguna og
telja biblíuna vera innblásið guðs orð og náðarmeðal
kirkjunnar, þá þótti þeim ekki við eiga að maður,
sem héldi fram nýju kenningunni, kendi í skólum
þeirra, og var hann því beðinn að segja af sér, sem
hann líka gjörði.
En í ýmsum myndum er þessi kenning að búa
um sig, og víða er hætt að skoða biblíuna sem nokkuð
yfirnáttúrlega bók. Hið fyrsta, sem skynsemis-
stefnan þá gjörði, var að slá stryki yfir innblástur
biblíunnar og gjöra hana náttúrlega.
Næsta hreyfing skynsemisstefnunnar, eftir að hún
var búin að velta úr vegi sínum ásteytingarsteini inn-