Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 72
/6
,,Aö snúa ásjónum vorum ávalt aö ljósinu.
,,A5 hugsa fyrir oss sjálfir, hlusta meö hógværö á
ástæöur annarra, og vera svo þroskaöir menn og
konur, að vér ávalt breytum eftir eigin áliti voru.
,,Aö gjöra þaö, sem vér álítum skyldu vora, án
tillits til þess, hvaö aðrir álíta, og án tillits til skaöa
eöa ábata, lofs eða lasts.
,,Að vera hvorki harðstjórar né heimskingjar með
því að dæma aðra, en að verja heldur tímanum til að
bæta líferni sjálfra vor.
,,Að rísa óðara aftur á fætur ef vér hrösum, og
snúa oss aftur að ljósinu, og halda svo áfram ferðinni,
án þess að eyða einu augnabliki til eftirsjónar.
,, Að elska alla hluti og hræðast engan hlut, nema
það, að gjöra sjálfur rangt.
,,Að viðurkenna hið góða, sem liggur til grund-
vallar í hjörtum allra manna, og allra hluta, og bíður
þess að koma í ljós á sínum tíma og á sinn hátt.
,,Að elska mörkina og villiblómin, stjörnurnar
og takmarkalaust hafið, mjúku, hlýju jörðina, og lifa
mikið í einveru hjá náttúrunni : en elska þó þreytta
og stríðandi menn og konur enn þá meir,og allar aðrar
lifandi skepnur.
,,Að reyna ávalt að breyta svo við aðra, sem vér
viljum að aðrir breyti við oss. — I stuttu máli —
,,Að vera ráðvandir, vera óhræddir, vera réttlátir,
vera góðviljaðir. Þá verður hluttaka vor í lífsins
mikla og enn ófullgjörða leik sannarlega dýrleg og
vér þurfum ekkert að óttast — hvorki líf né dauða,
því dauðinn er líf —
,,Eða réttara sagt, dauöinn er skyndileg breyting
til lífs í annarri mynd, hann er það, að fara úr gömlu