Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 76
8o
aS umskapa mannfélags fyrirkomulagiö, og koma því
undir lögmál réttlætisins eins og þaS er kent í fjall-
ræSu og dæmisögum Krists. HvaS var þaö, sem spá-
mennirnir og Kristur vildu stofna á jöröunni ? Ríki
réttlætisins. Þar ræSir eigi einungis um frelsun ein-
staklingsins, heldur frelsun mannfélagsins, sem er
sjúkt og meS sorg í hjarta. Eg fyrir mitt leyti fæ
ekki séS, hvaS þaS er í kristindóminum, sem kemur í
bága viS þaS, aS eignir einstaklinganna verSi aS al-
mennings eign, aS samvinna komi fyrir samkepni,
kærleikurinn fyrir eigingirnina. Á hinn bóginn finst
mér allar kenningar kristindómsins ganga í sósíalista
áttina.
Annar maSur, próf. Paul Passey, kemst svo
aS orSi:
,,Kristnir menn verSa aS snúa hiklaust aftur aS
uppsprettu trúarinnar, og afmá alla spillinguna, sem
komist hefir inn í kirkjuna síSan á dögum Krists.
Þér verSiö aS hverfa lengra til baka en til Lúters
og Calvins, lengra en til Péturs og Páls og Jóhann-
esar, og koma til Krists sjálfs. Þér verSiS aS gjörast
einlægir félagsbræSur fiskimannanna viS Genesaret og
tjaldgjöröarmannanna í Korinþuborg, sem meS ein-
faldleik trúar sinnar boSuSu ölium, sem heyra vildu,
gleSiboSskapinn um hinn guSlega son smiSsins“.
Sá hugsunarháttur er til býsna víSa innan kristn-
innar, aS kirkjan ætti aS taka sér til fyrirmyndar post-
ulasöfnuSinn í Jerúsalem og fylgja siSum hinna fyrstu
kristnu manna, sem ,,héldu saman og höföu alt sam-
eiginlegt, seldu eignir sínar og góz, og úthlutuöu öll-
um þar af eins og hver haföi þörf á“.
Ekki má heldur gleyma í þessu sambandi, aö