Aldamót - 01.01.1902, Page 83
8;
ungis vegna ófullkomleika hugsunar hans. Sjálf hefir
Mrs. Eddy sagt: ,,Hefði vizkan stjórnaö öllum hugs-
unum Jesú, þá heföi hann aldrei spáð um dauða sinn
og með því flýtt fyrir honum eða orsakað hann“.
Það'.má ekki gleyma því, að í nýja testamentinu er
jafnan talað um sársaukann og bölið sem virkileika,
sem mæti mönnunum hér í lífi fyrir guðlegt tilstilli í
þeim tilgangi, að knýja menn til yfirbótar og
helgunar.
Christan Science á að vera bygð á biblíunni,
en kemur þó hvarvetna í bága við kenningar biblí-
unnar, nema svo,að biblían sé útskýrð á þann veg, að
ekkert vit verði í henni. Bent hefir líka verið á, að
þessi ,,vísindi“ komi hættulega nærri því, að drýgja
syndina á móti heilögum anda, sem ekki verður fyrir-
gefin, með því þau tileinka sér heilagan anda, og láta
því heilagan anda bera ábyrgðina af þeirri syndsam-
legu heimsku, sem leynist undir klæðafaldi kenningar-
innar um, að til sé ekkert brot, synd eða sekt.
Sérstaklega hafa líka þeir, sem ritað hafa gegn
Christian Science, sýnt fram á, hversu sú kenning
leiðir til h r æ s n i n n a r. Hræsni er það, að sýnast
annað en það, sem er. Þegar líkaminn þolir ekki við
fyrir kvölum, verður maður að segja: ,,Það er engin
kvöl til“. Þó líkið liggi á börunum fyrir augum
manns, verður maður að segja: ,,Það er enginn dauði
til. “ Á bls. 296 í bók Mrs. Eddy (Science and
Health) stendur: ,,Ef blekkingin segir: ,eg hefi tap-
að minninu', þá verður þú að mótmæla því. Enginn
hæfileiki tapast. “ ,,Ef barnið grætur og segir: ,Eg
meiddi mig‘,verður móðirin að bera það ofan í barnið,
og það enda þó blóðið streymi úr sárinu, og segja: