Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 97
IOt
veigamikil, aö hún setjist að hjá manni til lengdar, —
verSi ógleymanleg, yfirgefi mann aldrei upp frá því.
Þau er sannarlega ekki mörg, íslenzku kvæðin, af öll-
um þeim grúa, sem prentað er árlega, sem eiga þenna
vitnisburð skilið.
Samt sem áður er einmitt þetta einkenni hins
eiginlega skáldskapar. Hann flýgur upp í fangið á
manni. Hann er manni ógleymanlegur. Hugsunin
er svo þróttmikil og henni lýstur niður í sálu manns
með afli svo yfirnáttúrlegu, að hún situr þar eins og
fleinn, sem ekki verður burtu dreginn, — eins og ljós-
hnöttur, sem upp frá því aldrei hverfur, en stöðugt
lýsir og lætur ljóma út frá sér.
Segi eg það ekki satt, er það nema undur-fátt af
íslenzkum kvæðum, þeim er út koma nú um þessar
mundir, sem þetta getur átt heima um ? Það er líka
býsna-fátt af þeim, sem nútíðar-kynslóðin hefir svo
mikið við, að hún læri þau utanbókar. Aður kunni
íslenzk alþýða mikið utan að af íslenzkum ljóðum.
Mun það vera vegna þess, að skáldin, sem þá voru í
bezta blóma lífsins, hafi hrifið hugann meir, haft
öllu haldbetri og veigameiri hugsanir til brunns að
bera, náð betra tangarhaldi á tilfinningum þjóðar
vorrar ? Eða er það vegna hins, að þá voru ljóðin
þjóð vorri nýnæmi, þar sem þau nú eru orðin dag-
legt brauð ?
Mig langar til að geta talið sjálfan mig í flokki
þeirra, sem unna íslenzkum ljóðum. Eg þykist skilja
til fulls, að íslenzkar nútíðarbókmentir standa og falla
með Ijóðagerðinni. Ef unt væri að neita bókmenta-
legu gildi íslenzkra ljóða á þessari öld, veit eg ofur-
Aldamót xii, 1902.—7,