Aldamót - 01.01.1902, Síða 99
io3
ingar stöndum öörum framar aö mentun, þar sem
þetta er nokkurn veginn eins dæmi.
Eg er einmitt hræddur um hið gagnstæða. Eg
óttast, aö íslenzku skáldin séu alt of mörg. Þaö má
svo að oröi kveöa, aö hver Islendingur, sem vetlingi
getur valdið, eða ofur-lítið vald hefir fengið á málinu,
yrki nú ljóð í kapp við annan. Það er eins og ekkert
sé annað til, sem unt sé að vinna sér til frægðar, en
það að yrkja ljóð. Það er eins og allir draumar gáf-
aðra æskumanna séu um það að verða skáld. Það er
eins og þjóð vorri nú á tímum ríði ekki eins mikið á
nokkurum hlut eins og skáldskap, — látlausum ljóða-
straum.
Kemur nú nokkurum manni til hugar að þetta sé
svo í raun og veru ? Er það ekki einmitt svo ótal
margt annað, sem oss liggur lífið á ? Er þessi taum-
lausa skáldskapar tilhneiging vottur þess, að vér Is-
lendingar skiljum ætlunarverk vort í lífinu vel ? Er
það vottur um,að þjóð vor sé þeim mun betur mentuð
en aðrar þjóðir, sem með henni eru tiltölulega miklu
fleiri ljóðskáld en öðrum þjóðum og fjöldi þeirra úr
hópi lítt skólagenginna alþýðumanna ?
Eg hefi lengi verið hræddur um, að það sé vottur
um mentunarskort með þjóð vorri, að svo margir
yrkja. Eg hefi hreyft því fyrir löngu síðan, að það
væri vottur um órækt í túni andans hjá oss, að þar er
svo mikið af ffflum og sóleyjum.
Hvernig er þessu varið með öðrum þjóðum?
A einum kafla æfinnar eru flestir gáfaðir æsku-
menn, sem nokkurrar mentunar verða aðnjótandi,
býsna hneigðir til að fást við skáldskap með öllum
þjóðum. Þegar hugsanirnar fyrst fara að vakna og