Aldamót - 01.01.1902, Side 100
ió4
öSlast ofur-lítiö sjálfstæöi, þegar ímyndunaraflið er
sterkast og feguröar tilfinningin næmust.þegar maöur-
inn finnur, að alt hiö innra 1 íf hans er eins og spír-
andi skógur, sem breiðir faðminn móti brennheitri
vorsólinni,—þá verður mörgum æskumanninum það
fyrir, að hann fer að yrkja, — láta tilfinningar sínar
og hugsanir fá afrás í ljóðum. En undur-lítið af öll-
um þeim ljóðum hefir nokkurt gildi. Naumast mun
þúsundasti hluti þeirra nokkurn tíma prentaður.
Nei, með mentaþjóðunum fær svo sem ekkert af
öllum þessum ljóðakynstrum að sjá dagsbirtuna. Þeim
er nálega öllum stungið undir stól. Annaðhvort fær
enginn að sjá þenna skáldskap nema höfundurinn
einn, eða þá ekki nema örfáir skólabræður, sem dást
hver að öðrum. Sumir kunna að verða býsna-frægir
fyrir hann á skólaárunum. En þegar út í lífið kemur,
fær enginn maður um það að vita, að þeir hafi nokk-
urn tíma fengist við að yrkja ljóð. Flestir hætta því
þá líka algjörlega og beita gáfum sínum og ímyndun-
arafli að öðrum hlutum og málefnum.
Hví fer nú þetta svo ? Er þetta ekki að svíkja
köllun sína ? Er þetta ekki að selja frumburðarrétt
sinn fyrir máltíð matar?
Það er ekki litið svo á. Þvert á móti er það
álitið hverjum manni til hróss. Það er skilið svo, að
dómgreind mannsins og þekking hans á sjálfum sér
hafi gjört honum ljóst, að hann hefði aðra köllun í
lífinu en þá að vera skáld. Hann minkar ekki við
það í áliti þeirra, sem þektu hann bezt. Miklu fremur
vex hann og þykir meiri maður eftir en áður. Slíkir
menn verða oft í lífinu mestu afbragðs mennirnir, í
hvaða stöðu, sem þeir lenda.
I hverjum góðum alþýðuskóla er mönnum komið