Aldamót - 01.01.1902, Side 103
to 7
fremur lítiö af þeirri dómgreind, er til þess þarf, aö
gjöra réttan greinarmun á sönnum skáldskap og því,
sem forfeöur vorir leyföu sér aö nefna leirburð ? Og
bendir eigi alt þetta á tilfinnanlegan mentunarskort ?
Hér á líka þjóðin sjálf að taka í taumana. Hún
á ekki að taka því meö þökkum, að henni sé boðinn
allur þremillinn, sem skáldskapur er kallaöur. Hún
á ekki að lofa hverjum strák að vaða uppi og óhreinka
skáldafjallið. Sannarlegan skáldskap á hún að hafa
í miklum heiðri. En hún á að gjöra háar kröfur til
skáldanna og skáldskaparins og má aldrei gjöra sig
ánægða með lélegan moðreik í staðinn.
Blöð og tímarit, bókaútgefendur og prentverk
eiga í þessu efni að standa á verði. Allir þeir, sem
eitthvað eru við þess konar riðnir, ættu að álíta það
sjálfsagða skyldu sína að vaka yfir því, að ekki sé
prentaður annar skáldskapur en sá, sem eitthvert
verulegt gildi hefir. Ruslinu öllu og leirburðinum á
miskunnarlaust að stinga í eldinn. Það á hvergi
annars staðar heima. Heiður hvers blaðs og tímarits
liggur við, að þar sé ekki leirburður á boðstólum,
Þeir, sem fást við útgáfu bóka og eiga yfir prentverk-
um að ráða, eiga að hafa það hugfast, hvílík hneisa
það er og þjóðar-ósóini, að ungað sé út heilmiklu af
ónýtu kvæða-rusli.
í þessu efni eigum vér Vestur-íslendingar mikið
eftir að læra. Frændur vorir á íslandi eru þar langt
á undan oss. Þar er ekki prentað nærri því eins
mikið af kvæða-óhroða og hér í blöðum og tímaritum.
Vér megum til að taka oss fram í því efni. Annars
kafnar litli bókmentavísirinn vor í tómum leirburði.
Vér ættum allir að vera samtaka í því að láta kröfur